Eru það öfgar að vilja takmarka fjölda innflytjenda? Er Franski Sósíalistaflokkurinn "óstjórntækur"?

Öfgar eru að verða eitt útbreiddasta orðið í umræðu um stjórnmál á Íslenskum vefsíðum.  Það eru ótrúlega margir, ótrúlega umburðarlyndir sem vilja kalla flesta sem eru ekki sammála þeim öfga hitt eða þetta.

Rétt er þó að hafa í huga að því sem næst aldrei er talað um öfga vinstrimenn, eða öfga vinstriflokka.  Þeim mun oftar er talað um öfga hægrimenn, eða öfga hægri flokka.

Líklega eru flestir vinstrimenn svo hófstilltir og miðjusæknir, eða hvað?

Eitt er afar vinsælt í öfgaumræðunni, en það eru þeir stjórnmálamenn eða flokkar sem hafa lýst sig andsnúna óheftum straumi innflytjenda til þeirra landa sem þeir starfa í.

Það er algengt að reynt sé að stimpla þá "öfga" eitthvað, eða jafnvel tala um þá sem útlendinga eða kynþáttahatara.

En hvaða ríki heimsins hefur engin höft hvað varðar innflytjendur?

Og þó að óheft flæði fólks sé einn af hornsteinum Evrópusambandsins, er langt í frá að þar ríki ekki strangar takmarkanir fyrir innflytjendur frá löndum utan "Sambandsins".

Fjöldi búða fyrir ólöglega innflytjendur má finna víða um lönd "Sambandsins". Í mín eyru er fullyrt að þar sé farið svo illa með þessa "útlendu" einstakling og mannréttindi þeirra svo lítilsvirt, að til sumra landa "Sambandsins" sé ekki forsvaranlegt að senda einstaklinga þangað frá Íslandi, í samræmi við alþjóðlegar samþykktir.

Er það dæmi um öfgastefnu?  Er það dæmi um kynþáttahyggju?

Er opinber stefna Evrópusambandsríkja dæmi um hvoru tveggja?

Eða kemst öfgastefnan og "rasisminn" aðeins á hættulegt stig þegar vilji er til að takmarka för innflytjenda á milli "Sambandsríkja"?

Er Franski Sósíalistaflokkurinn "rasískur flokkur", vegna þess hvernig stjórnvöld Frakklands ganga fram gegn Rómafólki í Frakklandi og senda það til síns heima?

Er það ef til vill dæmi um vinstri öfgaflokk?

Eða er hann kannski "óstjórntækur", jafnvel þótt að hann fari með stjórn Frakklands og hafi í kosningum hlotið til þess fylgi?

Hvað er hægt að takmarka innstreymi innflytjenda mikið, eða lítið, án þess að fá þann stimpil að um öfga, útlendingahatur eða kynþáttahyggju sé að ræða?

Eða er það ef til vill umræðan um öfgar sem er komin út í öfgar?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þessi frétt  kom mér líka til að hugsa, Það er eðli stjórnmálaflokka að fá fleiri atkvæði í hvaða formi sem er. Eina sem þeir geta er að fjölga innflytjendum. Fréttamiðlar hafa gert mest í að stimpla menn sem rasista sem hafa vara heilbrigða skoðun. Ég fyrir mitt leiti sé ekkert við því að fólk giftist erlendum ef það er ekki gert eingöngu til að skapa möguleika á nýju ríkisfangi. Flóttamannahjálp er alveg út í hött en að hjálpa örfáum útvöldum að miljón manna hóp er ekki rétt og svo að taka á sig skuldbindingar vegna pólitíska flóttamenn.   

Valdimar Samúelsson, 30.6.2014 kl. 11:35

2 identicon

Ég held að eldri kynslóðir Íslendinga séu svo óvanar því að umgangast innflytjendur að þær skilji ekki hvað rasismi og fordómar eru. Mér fannst moskuumræðan ekki síður lituð af fordómum þeirra sem voru með en á móti og ef einhver munur var þarna á að oft væru meiri fordómar hjá þeim sem voru fylgjandi moskunni. Greinarnar og bloggfærslunnar sem gengu á Facebook voru margar um það bil svona: "Ég bjó nálægt mosku og þetta var besta fólk" "Ég þekki mann sem er múslimi og er ekki hryðjuverkamaður" "Arabar geta verið vingjarnlegir". Þú heyrir engan stórborgarbúa tala svona og heil grein á þá leið að "Ég hitti svartan mann og hann var viðfelldinn" koma upp um fordóma og sveitamennsku. Manneskjan sem í alvörunni gerir ekki mannamun eftir uppruna finnur heldur ekki hjá sér neina þörf til að skrifa svona sveitavargslega grein, ekki frekar en sveitalubbarnir til að skrifa grein á borð við "Rauðhærðir eru ekki vondir" eða "Ég þekki brúneygan mann sem er ekkert slæmur". Mér verður flökurt að lesa þetta satt að segja og bið ykkur sem litaður maður af annarri trú, að vísu minna umdeildri, að hætta þess, þakka ykkur kærlega fyrir.

Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 14:13

3 identicon

Í alvöru talað, hvað finnst ykkur um þessa greinarhöfunda:

"Ég bjó við hliðina á kaþólskri kirkju og nágrannar mínir voru besta fólk sem hjálpuðu mér að slá garðinn minn og pössuðu hundinn minn."

"Ég kynntist rauðhærðum manni og komst að því að hann var hvorki heimskur né slæmur".

Ég veit, vangefinn greinarhöfundur, er það ekki?

Svona líður mér þegar ég les þetta rusl "til varnar" múslimum. Ég er viss um þeim líður ennþá verr en mér að lesa þetta, eða ég vona það, því annars er geðheilsa þeirra varla í lagi. Svona skrifa lýsa líka vanvirðingu og fordómum og, plís, reynið að fara að skilja það.

Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 14:18

4 identicon

Það er löngu orðið ljóst, að þetta eru tveir svo mjög ólíkir menningarheimar sem eiga sér enga samleið,lítum til þeirra vandamála sem Norðurlöndin eru búin að kalla yfir sig,og lærum af því.

Þannig að það er lang best að kristnir séu heima hjá sér, og múslimar heima hjá sér.

Nú verðum við að fara að skoða hvaða trúfélög, starfa innan þess ramma sem Stjórnarskráin setur trúfrelsinu, og hvaða trúfélög gera það ekki, og banna þau trúfélög.

Björn Sig. (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 14:29

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Yin Yang. Hvaða hugmyndafræði ert þú með. Vilt þú að folk setjist að inn á heimili þitt eða planti sér niður í garðinn þinn. Myndir þú vilja fá roma fólkið parkera húsbílnum fyrir framan húsið þitt og tengja slöngur við vatnslögnina hjá þér.  Með allri virðingu hvað þú vilt eða ekki þá er þetta land, land Íslendinga er þér það ekki ljóst.  

Valdimar Samúelsson, 30.6.2014 kl. 14:30

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Öfgarnar finnst mér aðallega felast í því að alhæfa um múslimi, eða gyðinga, eða aðra sem eru "öðruvísi" - svona eins og þegar nútíma Marxistar (eru þeir til?) segja að allir sem eru ríkir séu þjófar.

Kannski soldið annað: Er ekki Kanada ágætt dæmi um það að kristnir og múslimir geti alveg búið hlið við hlið án þess að vera vondir hvor við annan? Ég er ekki að segja að fjölmenningarsamfélagið þar sé fullkomið, en það er nú samt nokkuð gott.

Kristján G. Arngrímsson, 30.6.2014 kl. 16:40

7 identicon

Ég fæddist hér og ef sama rétt á að vera hér og þú, Valdimar. Fávitar sem vilja banna umræður um innflytjendur myndu ekki hafa neitt til síns máls ef það væru engir svona menn sem eru með dónaskap og rasisma bara afþví einhver er ekki alveg eins hann sjálfur. Ég aðhyllist sið Jain Tamíla eins og föðurafi minn. Föðuramma mín og öll móðurættin eru öll Íslendingar, en ég er dökkur á hörund eins og afi minn og ekki verri maður en þú út af því. Lífsspeki hans höfðaði meira til mín en trúleysi foreldra minna og var mín eina andlega næring og því vel ég að fylgja henni. Jain Talmíar mega ekki drepa skordýr og ekki heldur borða grænmeti. Við förum ekki í stríð og berum virðingu fyrir öðrum. Jain tamílar boða ekki heldur trú, en sumir jain tamílar boða samt réttindi dýra og frið. Ég er fæddur hér og hef sama rétt á að vera hér og þú sjálfur og ef þú lærir ekki að bera virðingu fyrir mönnum eins og mér þá munu PC fasistar vaða hér uppi, afþví fíflin þurfa á hvert öðru að halda. Það væru engir rasistar hér án PC fífla og engir pólítískt korrekt fávitar án rasistanna. Þá hefði hvorugur hópurinn neitt til síns máls og skynsemi og virðing fengju að ráða ríkjum. Sjálfur er ég mjög hlynntur auknu eftirliti með innflytjendum, einmitt af því ég er ættaður að hluta til frá landi sem hefur orðið fyrir barðinu á öfgamönnum.

Yin Yang (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 17:39

8 identicon

Góð ábending frá þér, Yin Yang, en viltu segja okkur hver þessi öfgahópur er, sem hefur herjað í þínu ættlandi þarna austur frá, eða ertu hræddur um að verða kallaður rasisti af vinstra-genginu annars.

Þú veist hverjir nota þetta úrelta orð mest.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 19:06

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innlitið og innleggin allir saman.  Við skulum öll reyna að tala á friðsamlegum nótum og af hæfilegri virðingu fyrir hvort öðru.  Okkur kann að mislíka við skoðanir hvers annars, en allir hafa sama rétt til skoðana og til að tjá þær.

@Kristján.  Það er alhæft um svo margt.  Er það öfgaflokkur sem vill takmarka straum innflytjenda til ákveðins lands?  Eða er það ákveðin alhæfing?  Ef till vill nokkrir öfgar að tala svo?

Ef svo er þá eru flestir ef ekki allir stjórnmálaflokkar í Kanada öfgaflokkar.  Því þó þá greini á um innflytjendastefnuna, þá vill enginn þeirra hafa hana stjórnlausa.  Allir þeir sem ég þekki til vilja einhver takmörk á fjölda innflytjenda.  Þó held ég að fá ef nokkur lönd taki við hlutfallslega fleiri innflytjendum árlega en Kanada.

Það er þó vissulega vaxandi þreyta víða gagnvart "fjölmenningarsamfélaginu" í Kanada. Auknir árekstrar og núningur.

En Kanada er ágætis samfélag, en aðskilnaður mismunandi hópa getur skapað gríðarlega hættu til lengri tíma litið, og í raun æskilegra oft að blöndunin og samganurinn væri meiri.

En svo dæmi sé velt upp, hvað er það sem gerir til dæmis UKIP, eða Sanna Finna (eða hvað þeir heita nú núna) að öfgaflokkum?

Er Frakkland "öfgaríki", eða rasískt ríki?  Er hægt að draga þá ályktun af innflytjendastefnu Frakka og framkomu þeirra við Roma fólk? 

Eða eru það öfgar að tala á þann veg?

G. Tómas Gunnarsson, 30.6.2014 kl. 21:02

10 Smámynd: Elle_

En hvaða ríki heimsins hefur engin höft hvað varðar innflytjendur?

Já, hvaða ríki heims ætli það væri nú?  Ekkert ríki heims.   Nema kannski Ísland með óstjórntækt (og ég meina það) samfylkingarfólk við stjórnvölinn.  Vanalega skilja stjórnvöld að það er óðs manns æði að vera með lönd galopin og að það verði að vera höft. 

Það er ótrúlega ósvífið að kalla fólk kynþáttahatara og útlendingahatara, þjóðrembinga og öfgamenn, fyrir að fara fram á lífsnauðsynleg innflytjendahöft.

Elle_, 30.6.2014 kl. 21:38

11 identicon

Í fyrstu efnismálsgrein þinni Tómas, má kannski frekar ræða um skoðanakúgun, en hún er líklega ein elsta þjóðaríþrótt okkar íslendinga.

Normið er auðvitað að fylgja hægri, miðju eða vinstri eins og vængstífðar blindar uglur, villuráfandi svo langt frá öllu sem getur talist heilbrigð skynsemi.

Frjálst flæði fjármagns og vinnuafls hefur til dæmis rústað íslensku þjóðsamfélagi.

Þessi "blessaða" alþjóðavæðing hefur grafið undan gjaldmiðli þjóðarinnar ( sem var líklega ekki beysin fyrir vegna lélegrar efnahagsstjórnar ) og í raun gert samtakamátt verkalýðsfélaga berskjaldaðan hvar sem í heimi er.

Með alþjóðavæðingunni áttu landamæri að hverfa og friður á jörðu sem á himni að verða, en aldrei erum við eins nálægt heimsstyrjöldinni henni þriðju.

Félagslegt óöryggi er graftarkýli öfga, sá sem leitar ekki lausnar að stinga á kýlið, heldur nærast á því verður aldrei traustsins verður.

L.T.D. (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 22:31

12 Smámynd: Elle_

Persónulega er ég sammála LTD með skoðanakúgunina en vil ekki neitt með það hafa að vera 'við Íslendingar' frekar en 'við útlendingar'.   Íslendingar eru allir þeir sem eru íslenskir ríkisborgarar.  Og Íslendingar eru líka 'útlendingar' og öfugt.  Innflytjendur eru ekki það sama og útlendingar.

Elle_, 30.6.2014 kl. 23:42

13 identicon

@Valdimar Jóhannsson. Wikipedia er þarna nærri lagi og ákveðin heildarmynd birtist smám saman ef þú glöggvar þig á tölunum sem skírist ef þú leitar víðar http://en.wikipedia.org/wiki/Religious_violence_in_India

Yin Yang (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 00:06

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín grein hjá þér, Tómas, þú ert maður yfirvegaðrar skynsemi.

Jón Valur Jensson, 1.7.2014 kl. 00:09

15 Smámynd: Elle_

Yin Yang, ég skildi þig ekki alveg  þarna 14.13, en finns þú vera óttasleginn við fordóma gegn innflytjendum og 'útlendingum'.  Kannski þú hafir upplifað það af fólki sem býr ofan í holum.  Hinsvegar sagðistu hafa fæðst í landinu, þannig að þú ert ekki bara innfæddur en líka íslenskur ríkisborgari og þar með ÍSLENDINGUR.   

Elle_, 1.7.2014 kl. 00:33

16 identicon

Ég var að segja að umræðan "til varnar" innflytjendum er oft mikið fordómafyllri heldur en umræðan sem sumir segja að sé "á móti" þeim. Hvort finnst þér fordómafyllra? "Ég bjó einu sinni nálægt mosku og þetta voru ekkert hryðjuverkamenn" eða "Ég hef áhyggjur af of litlu eftirliti með öfgamönnum sem búa á Íslandi"? Hvort þætti þér fordómafyllra að heyra "Ég bjó nálægt Íslendingum einu sinni og þeir voru venjulegt fólk" eða "Ég hef áhyggjur af framkomu íslenskra banka" eða "Mér finnst of margir Íslendingar í Kaupmannahöfn lifa á kerfinu?" Mér finnst fyrsta setningin hljóma eins og þetta hafi komið á óvart eða sé í frásögu færandi, eða alvöru fordómum, en ekkert athugavert við hinar tvær.

Yin Yang (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 01:03

17 identicon

Ég þakka bara fyrir að vera ekki múslimi og það sagði mér einn múslimi það í trúnaði að honum finnist "vinir múslima" lítilsvirða þá með einhverju sem líkist vorkunn af því tagi sem Breti hefði sýnt Pakistana um 1960. "Þeir eru bara fólk. Sveifla sér ekkert í trjám eða neitt. Ég sá einn og hann var bara hreinlegur og virkaði meðalgreindur". Ef það yrðu birtar svona greinar "til varnar" múslimum eins og mörg blöð hafa birt hér þá myndu þau blöð fljótt fara á hausinn og þeir sem skrifuðu þær missa vinnuna, nema ef þetta væru bændur í felum upp í sveit eða fólk sem starfar við færiband. Það er ekki boðlegt að tala svona og enginn þarf óvin sem á svona "vini".

Yin Yang (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 01:07

18 identicon

Elle

Tökum æðruleysisbænina.

"Guð" gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það að íslensk stjórnvöd tóku þá ákvörðun að alþjóðavæða fámenna þjóð með einhæfa atvinnumöguleika í nafni einkavæðingar.( gjafaveislu útvaldra )

Að ég fæ ekki breytt að við tókum á móti tugþúsunda vinnuafli í nafni og krafti "uppbyggingar" sem var ekki neitt annað en hjómið eitt, sem sjálf/ur ég tók þátt svo auðfúslega í.

Gefðu mér vit að ásaka þá sem eiga það skilið og kjark til að berjast gegn því alþjóðavæddu mannsali sem á sér stað í heiminum í dag.

L.T.D. (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 01:08

19 Smámynd: Elle_

OK, ég skil þig núna.  Þetta íslenskur versus útlendur er mitt hjartans mál og ég lifi mig inn í það.  Þoli ekki heilalaust kjaftæði þeirra (vanalega fullveldisframsalssinna og samfylkinga) sem saka fólk um útlendingahatur og þjóðrembing, etc, fyrir engar sakir.   Það mætti líka minna á að fólk getur verið 2-faldir og 3-faldir ríkisborgarar.  Kannski fætt í einu landi af foreldrum ríkisborgara 2 annarra landa etc.

Elle_, 1.7.2014 kl. 01:13

20 Smámynd: Elle_

Nei, ég var að svara Yin Yang.  Var ekki búin að lesa svarið frá LTD fyrr en nú og hef ekkert við það að bæta.

Elle_, 1.7.2014 kl. 01:19

21 identicon

"Ég þekki svartan mann og hann er ekkert heimskur" hefði kannski lýst víðsýni einhvers afdalamanns frá Þýskalandi árið 1940, en það er ekki að virka í nútímanum og flestar þessar "varnar" greinar á visir.is, mbl.is, pressunni og öllu hinu ruslinu voru uppfullar af svoleiðis og það er kallað rasismi af öllum sem skilja nákvæmlega þetta sem þú varst að segja núna 01:13, Elle. Ég frábið mér "vinsemd" þessa fólks og öfunda ekki múslima af henni. Það er ekki að biðja um of mikið að biðja um VIRÐINGU sem JAFNINGI. Bræðralag og lítilsvirðing, sérstaklega "vinsamleg" lítilsvirðing, hafa aldrei átt samleið.

Yin Yang (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 01:22

22 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þótt fjölmenningarsamfélagið í Kanada sé ekki fullkomið er nú landið samt á lista Forbes yfir friðsælustu ríki heims (Ísland náttúrulega á toppnum), ofan við sjálfa Svíþjóð. Það er vísbending um að fjölmenningarsamfélag sem er mjög opið fyrir innflytjendum geti alveg gengið upp. Eins og þú segir er Kanada áreiðanlega opnasta land í heimi hvað þetta varðar - veit ekki um Ástralíu.

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 08:22

23 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvað eru margir múslimar í Toronto?

Samt er minna um glæpi þar en í mörgum alhvítum borgum í USA.

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 08:24

24 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Fá ríki ef nokkur í heiminum eru jafn sannkristin og USA - og um leið eru fá ríki í heiminum (amk. hinum vestræna) jafn stútfull af ofbeldi og USA.

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 08:26

25 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt enn: Að takmarka innflytjendastraum er eitt, að stjórna honum er annað. Mér finnst ekkert athugavert við að stjórna því hverjir flytjast til Íslands og búa svo um hnútana að hingað flytjist aðeins friðsamt fólk. Hvað guðinn þess heitir er algjört aukaatriði.

Höldum úti ofbeldisseggjum, en hingað mættu mín vegna koma milljón múslimar svo fremi sem þeir eru allir friðsemdarmenn.

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 08:32

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Kristján.  Kanada er friðsælt þó að ég hugsi að þar hafi frekið sigið á ógæfuhliðina frekar en hitt.  En það er ekki endilega út af innflytjendum, en lögreglan hefur líka staðið sig ágætlega og handtekið hópa sem hafa verið að undirbúa voðaverk.

Ég held að innflytjendalöggjöfin í Ástralíu sé mun strangari en í í Kanada, en ætla ekki að fullyrða að svo sé.

Hvar finnur þú "alhvítar borgir" í USA og finnst þér það ekki bera vott um ákveðna fordóma að tala á þann veg?  :-)

Hið sannkristna USA er að miklu leyti mýta, þó að hinir sannkristnu séu auðvitað háværir og fyrirferðarmiklir.

Kanada bæði takmarkar og stjórnar innflytjendastraumnum. Annar er enda í raun ekki gerlegt.  Það er eingöngu spurning um hve mikið hann er takmarkaður og hvernig honum er stjórnað.

Hvernig metur þú á umsóknum innflytjenda hvort viðkomandi er friðsamur eður ei?

G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2014 kl. 08:45

27 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi.  Ætli múslimar í Toronto séu ekki í kringum 200.000, eða svo.  Líklega töluvert hærri tala í GTA.  Toronto er ekki svo stór. 

Ætli megi ekki tvöfalda töluna fyrir GTA.

Mig minnir að múslimar í Kanada séu eitthvað rétt ríflega 3% af íbúunum. Sem væri þá milljón til 1.200.000.

En ég legg ekki höfuðið undir þessar tölur.

G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2014 kl. 08:53

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi svo að minnast á það, mitt í öllum þessum umræðum um Kanada, að í dag er Kanadadagurinn (Canada Day) sem ég held að sjálfsögðu upp á.  Það ættir þú líka að gera Kristján.

G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2014 kl. 08:59

29 Smámynd: Elle_

Eru Bandaríkin stútfull af ofbeldi miðað við fólksfjölda, Kristján?  Nei, þetta er íslensk villa.  Þú getur ekki miðað við fólk í fangelsum þar sem dómar þar eru oft harðir og langir miðað við vestræn ríki.

Elle_, 1.7.2014 kl. 11:10

30 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég held að sjálfsögðu uppá Kanadadaginn.

Varðandi ofbeldi í USA m.v. höfðatölu:

"A study by two New York City cardiologists found that the U.S. has 88 guns per 100 people and 10 gun-related deaths per 100,000 people — more than any of the other 27 developed countries they studied."

http://abcnews.go.com/blogs/health/2013/09/19/u-s-has-more-guns-and-gun-deaths-than-any-other-country-study-finds/

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 13:26

31 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er að ég held rétt hjá þér Kristján, að ekkert land hefur hærri morðtíðni heldur en US of A. 

Og dauði af völdum skotvopna er óvíða hærri.

En margir hafa þó viljað meina (en auðvitað eru til misvísandi rannsóknir) að tíðni alvarlegra ofbeldisglæpa sé t.d. hærri innan ríkja Evrópusambandsins en Bandaríkjanna.

Ég googlaði það á sneggsta máta of fann t.d. eftirfarandi greinar:

 http://www.dailymail.co.uk/news/article-1196941/The-violent-country-Europe-Britain-worse-South-Africa-U-S.html

http://cogitansiuvenis.blogspot.com/2012/07/is-america-really-more-violent-than.html

En þetta er engin endanleg sannindi, ég hef ekki tíma í langa leit nú, en sýnir þó að það er margt sem taka þarf í reikninginn.

Það er fleira ofbeldi en beiting skotvopna.

G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2014 kl. 14:20

32 Smámynd: Elle_

Ekki að ég mæli með byssunotkun þar, enda fjölmenn mótmæli þar gegn þessu.   Hinsvegar sagðirðu að það væru fá ríki í heiminum (amk. hinum vestræna) jafn stútfull af ofbeldi og USA.  Og ég er ósátt við það þar sem ofbeldi í Bandaríkjum er lítið miðað við fjölda landa heims, og Banaríkjamenn í heild friðsamt fólk.  Við heyrum bara mest um það þar sem fréttir eru opnar þar. 

Ofbeldið er að meðaltali langverst í mið- og suður Ameríku (álfunni Ameríku, ekki Bandaríkjum Norður-Ameríku) og mið- og suður Afríku.  Það er miklu miklu hærri glæpatíðni í fjölda þessara landa en í Bandaríkjunum.  Ef við miðum bara við álfuna Ameríku er glæpatíðni óhugnanleg í Brasilíu, Grænlandi, Hondúras, Kólumbíu og Venesúela.  Það er líka hærri glæpatíðni í sumum Evrópulöndum en í Bandaríkjunum. 

Elle_, 1.7.2014 kl. 14:28

33 Smámynd: Elle_

Það er að ég held rétt hjá þér Kristján, að ekkert land hefur hærri morðtíðni heldur en US of A.  Þetta er alrangt.  Og glæpatíðnin sem ég var að skrifa um (14.28) var morðtíðni.

Elle_, 1.7.2014 kl. 14:52

34 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er í sjálfu sér óþarfi að elta ólar við statistík um morðtíðni eða glæpi. Nóg sosum að bera bara saman USA og Kanada (svona í tilefni dagsins). Punkturinn er bara sá, að magn innflytjenda er engin vísbending um líkur á auknu ofbeldi.

Ég er að gefa mér að friðsæld sé æðsta markmiðið í hverju landi. En kannski eru menn tilbúnir að fórna friðinum fyrir hreinleikann og sannleikann.

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 15:18

35 Smámynd: Elle_

Mér finnst það skipta miklu máli að fólk fari ekki endalaust með villur um Bandaríkin.  Miða ætti við fólksfjöldann (per capita) í landinu.  Og rangt að nota bara tíðni glæps.   Land er kannski þúsund sinnum eða milljón sinnum fjölmennara en annað land í viðmiðuninni.  Mexikó er við suðurlandamæri Bandaríkjanna og mætti bæta við ofanverð lönd í álfunni Ameríku með hrikalega morðtíðni, miklu hærri per capita en í Bandaríkjum Norður Ameríku. 

Elle_, 1.7.2014 kl. 15:42

36 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þar er ég alveg sammála þér Kristján.  En það er heldur ekki eins og innflytjendur séu fámennir í Bandaríkjunum.

En reyndar hefur almenn glæpatíðni dregist verulega saman í Kanada undanfarin ár.  Íhaldsflokkurinn hefur almennt séð hert refsingar, en dregið úr eftirliti með skotvopnum (the long gun registry var lagt niður).  En "trendið" byrjaði löngu áður.

Það má hins vegar ekki leyfa sér að draga of sterkar ályktanir af því.  En hryðjuverk, eða undirbúningur þeirra er þó einn af þeim glæpaflokkum sem aukning er í.

En það er líka vert að hafa í huga að morðum af völdum skotvopna hefur fækkað um í kringum 40% í US of A, frá því að þau náðu hámarki árið 1993.

sjá:   http://news.nationalpost.com/2013/07/25/canadian-crime-rate-at-lowest-level-in-40-years-primarily-due-to-dip-in-non-violent-offences/

 http://news.nationalpost.com/2013/05/08/u-s-gun-homicides-have-dropped-since-1993-peak-report-says/

@Elle.  Já, þetta er auðvitað rangt hjá mér.  Ég átti auðvitað við það sem við stundum leyfum okkur að kalla "vestrænar þjóðir", en kom því illa frá mér.  Það er enda illa útskýrt og teygjanlegt hugtak og samkvæmt sumum skilgreiningum vafasamt að US væri á toppnum.

G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2014 kl. 16:11

37 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Má benda á að ég lét þess getið í byrjun að ég væri að tala um "hinn vestræna" heim þegar ég nefndi þetta með glæpatíðni. Sú forsenda virðist hafa gleymst í framhaldinu.

Kristján G. Arngrímsson, 1.7.2014 kl. 18:47

38 Smámynd: Elle_

Kristján, ég var eina manneskjan sem mótmælti þannig að þú hlýtur að vera að vísa í mig.  Og ég gleymdi ekki hvað þú sagðir, enda þessvegna sem ég svaraði.  Þú sagðir fá ríki í heiminum (amk. hinum vestræna) jafn stútfull af ofbeldi og USA.  

Þar fyrir utan voru ólöglegir innflytjendur um 11,7 milljónir í Bandaríkjunum í september í fyrra, mest frá Mexikó, Norður-Ameríku, eða 57%, og svo næst mest frá Mið- og Suður-Ameríkulöndunum þar sem morðtíðni er oft hrikaleg.

Elle_, 1.7.2014 kl. 22:02

39 Smámynd: Elle_

Þú varst líka að tala um frið og Bandaríkjamenn eru í heild friðsamir.

Elle_, 1.7.2014 kl. 22:13

40 identicon

Það er í sjálfu sér óþarfi að elta ólar við statistík um morðtíðni eða glæpi. Nóg sosum að bera bara saman USA og Kanada (svona í tilefni dagsins). Punkturinn er bara sá, að magn innflytjenda er engin vísbending um líkur á auknu ofbeldi.

Eru ekki flest allir ameríkanar innflytjendur? Native americans eru indjánar.

En talandi um glæpatíðni í ameríku, það þarf að taka inn í það að þar búa um 3-4 mismunandi menningaheimar ekki satt? Mexikanar, fyrrum bretar, indjánar og svertingjar. Þetta eru kannski allt saman ameríkanar í dag en það er oft töluverður menningarmunur hjá þessu fólki og þar kemur fram togstreita.  

Halldór (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 10:36

41 identicon

Þú veist greinilega ekkert um Bandaríkjamenn, Halldór. "Fyrrum Bretar"? Langalgengasta ætternið sem Bandaríkjamenn deila er þýskt ætterni og hér kemur restin. Er Þýskalandi hluti af Bretlandi? Kannski ættirðu að læra smá Bandaríska sögu áður en þú uppfræðir aðra og reyna að öðlast fágaðri skilning á þjóðerni en að halda að það sé "kynþáttur". Ég er örugglega ekki Íslendingur í þínum huga bara afþví ég er brúnn, eða alla vega minni Íslendingur en þú? Það eru svona risaeðlur eins og þú sem eru vandamálið, ekki Framsókn. http://www.businessinsider.com/largest-ethnic-groups-in-america-2013-8 Hugtakið "Ameríka" var ekki til á dögum Frumbyggja Ameríku og þeir litu ALDREI á sig sem eina þjóð, heldur marga ólíka ættbálka. Þjóðernishugtakið var ekki til hjá þeim. Oft áttu þessar þjóðir í stríði við hver aðra og þær áttu ólíka menningu og óskyld tungumál. Þær "þjóðir" sem byggðu Norður Ameríku voru ekki ein "þjóð" vegna þess að þær bjuggu í sömu heimsálfu frekar en Íslendingar og Tyrkir. Alvöru Frumbyggjar Ameríku líta almennt á það sem grófa vanvirðingu við sig og sína menningu að flokka þá sem heild og þú ættir að sýna þeim þá virðingu og þínum eigin vitsmunum að sleppa því. Eins ráðlegg ég þér að forðast þann grófa rasisma að neita Bandaríkjamönnum af "röngum litarhætti" um þjóðerni sitt. Má ég minna á að Bandaríkin eru ekkert mikið yngra land en mörg helstu ríki Evrópu. Nútíma Þýskaland og nútíma Ítalía eru til að mynda mjög ung lönd, þar sem menn áður skilgreindu sig eftir héruðum sínum og mismunandi ættbálkum innan þjóðanna. Bæjaramaðurinn hefur verið til mikið lengur en Þjóðverjinn. Ef þú villt neita Bandaríkjamönnum um tilverurétt verðurðu að láta eitt ganga yfir alla og segja Ítalir og Þjóðverjar séu líka bara gerfiþjóðir afþví þær eru ungar.

Yin Yang (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 16:13

42 identicon

Vantaði: hér kemur svo restin: http://www.businessinsider.com/largest-ethnic-groups-in-america-2013-8

Yin Yang (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 16:13

43 identicon

Við verðum líka að vona að menn eins og Halldór fari ekki að setja Norðurlandasamstarfið í uppnám með rasisma sínum og furðulegum hugmyndum um þjóðerni. Fleiri sagnfræðingar en ekki telja að Samar hafi verið lengur í Skandinavíu en "hvítir" Skandinavar, þannig að kannski er kominn tími til að segja Svíum, Norðmönnum og Finnum að drullast heim til Kákasus? Þú og Bobby Fisher og hinir brjálæðingarnir ættuð bara að fara að þegja og hætta þessum risaeðlurasisma, en þú hefur víst kannski enga afsökun ólíkt honum og ert ekki veikur, heldur bara illa innrættur maður sem vill koma á sundrungu og kynþáttahyggju?

Yin Yang (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 16:16

44 Smámynd: Jóhann Kristinsson

The World Post skrifar grein um morðtíðni í heiminum:

These 10 countries have the World Highest murder rates: #1 Honduras, #2 Venezuela, #3 Belize,

#4 El Salvador, #5 Guatemala, #6 Jamaica, #7 Swaziland, #8 Saint Kitts and Nevis, #9 South Africa, #10 Colombia.

http://www.huffingtonpost.com/2014/04/10/worlds-highest-murder-rates_n_5125188.html

Ekki er USA á þessum lista.

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 2.7.2014 kl. 16:24

45 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þessi grein í business insider er hálf fyndin, þó að ég sé ekki að segja að hún sé í megin atriðum röng.

Besta setningin er :   Many immigrated to America from Quebec between 1840 and the late 1920s, while others in more Midwestern states had lived there for generations.

Er hægt að flytja frá Quebec til Ameríku?

Kemur úr þessari klausu:

French Canadian Americans make up a large and diverse group. Many immigrated to America from Quebec between 1840 and the late 1920s, while others in more Midwestern states had lived there for generations. Many Americans of recent French Canadian descent speak French at home. 

En stærsti gallinn við þetta er auðvitað að hér er fjallað um það hvaða "ethnic grúbbu" menn telja sig tilheyra.

Margir Bandaríkjamenn og Kanadabúar tilheyra fjöldanum öllum af slíkum hópum.  Það er ekki endilega "rétt" val, sem þegar einstaklingar velja sjálfir "uppruna" sinn.

Rétt eins og svo kallaðir V-Íslendingar í Kanada, það eru ekki margir eftir þar sem hafa ekkert annað "blóð" en Íslenskt.  Margir þeirra hafa þó afar sterkar taugar til Íslands.  Þó hef ég engan af því bergi brotinn sem lítur ekki fyrst á sig sem Kanadabúa, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 2.7.2014 kl. 16:35

46 identicon

Vá gaur, prófaðu að anda aðeins með nefinu og kannski skella í þig einni slökunarpillu, bara af því að þú ert með smá brúnan lit í þér eins og þú segir sjálfur þá þýðir það ekki að þú hafir einkarétt á þessari umræðu, þú þarft ekkert að vera sammála mér en það er óþarfi að vera kalla mig rasista fyrir vikið.

Þú ættir kannski að lesa aðeins yfir textann aftur hjá okkur báðum og sjá hvor okkar er með meiri fordóma í gangi. Það er mér óskiljanlegt hvernig þér tókst að lesa alla þessa mismunandi hluti út úr textanum hjá mér og það er óþarfi að leggja mér orð á fingur.

Halldór (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 17:06

47 Smámynd: Elle_

Ég verð nú að segja að ég les nákvæmlega ekkert kynþáttahaturslegt í commentum Halldórs, Yin Yang.  Núll.

Elle_, 2.7.2014 kl. 17:49

48 identicon

Ég verð nú bara að taka undir með Elle. Hvernig var hægt að

lesa eitthvað kynþáttahatur frá hans kommenti..?

Held nú bara að Yin Yang ætti að lesa þetta betur og

koma svo með trúverðug komment svo mark sé á takandi,

en ekki snúa út úr því  sem sagt er á versta máta.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 19:53

49 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Yin Yang !!!

Mér þykir leitt að lesa það út úr skrifum þínum að þú sért haldin fordómum í garð fólks sem ekki býr í þéttbýli. Ég bý í sveit og hér á svæðinu býr fólk sem á uppruna sinn að rekja til annarra landa, en ég hef ekki orðið var við að það sé eitthvað að há því og ekki hef ég neitt á móti því fremur en innfæddum. Ég skal gera mitt besta til að taka á móti þér ef þú kíkir einhverntíman í kaffispjall, en ég reikna með að ég eins og allir aðrir þurfi reglulega að hugsa minn gang um hvort það sem ég læt út úr mér sé rétt, sanngjarnt og fordómalaust.

Eigðu góðan dag :-)

"

"koma upp um fordóma og sveitamennsku. Manneskjan sem í alvörunni gerir ekki mannamun eftir uppruna finnur heldur ekki hjá sér neina þörf til að skrifa svona sveitavargslega grein, ekki frekar en sveitalubbarnir til að skrifa grein á borð við "Rauðhærðir eru ekki vondir" eða "Ég þekki brúneygan mann sem er ekkert slæmur"."

" nema ef þetta væru bændur í felum upp í sveit eða fólk sem starfar við færiband."

"

Högni Elfar Gylfason, 3.7.2014 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband