Gott í útrás

Það er gott mál að útflutningur á Íslensku sælgæti sé í sókn. Frábært að lesa að sælgætisframleiðandi eins og Freyja flytji út meira en 20% af framleiðslu sinni.

En Íslenskt sælgæti er gott.  Það er fyllilega sambærilegt að gæðum við flest það sælgæti sem framleitt er erlendis.  Stundum dulítið öðruvísi, en gott.

Það er ekki að undra að hin Íslenska samsetning á lakkrís og súkkulaði vekji lukku, enda góð "tvenna" á ferðinni sem ekki er á boðstólum víða.

En það er vert að gefa gaum, eftirfarandi orðum í greininni:

„Með veik­ari krónu skap­ast tæki­færi til út­flutn­ings. Þegar krón­an er á þeim slóðum sem hún var fyr­ir hrun, þá eiga menn í mikl­um erfiðleik­um með að flytja út.“

Hin Íslenska króna, sem féll  illa hefur hjálpað útflutningsgreinunum, gert ferðaþjónustunni kleyft að þenjast út með undraverðum hætti og þannig mildað höggið sem hlaust af bankahruninu.

Vissulega er það ekki án þess að erfiðleika á öðrum sviðum.  En hvað er rétt gengi? Á það að vera fast?  Hvar á það að vera fast?

Hvernig væri umhorfs á Íslandi ef gjaldmiðilinn hefði ekki falllið?  Hvað hefðu launin þurft að lækka mikið, hvað væri atvinnuleysið mörg %stig?

En auðvitað hefðu þeir sem áttu fé ekki tapað neinu, verðmæti þess hefði haldist stöðugt.

 


mbl.is Freyja stóreykur útflutning á sælgæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Vissulega er það ekki án þess að erfiðleika á öðrum sviðum. En hvað er rétt gengi? Á það að vera fast? Hvar á það að vera fast? "

Góð spurning, hverjir eiga að hafa það skítt og hverjir ekki?

Vissulega gott og stórkostlegt að íslensk fyrirtæki auki útflutning, en að setja það sérstaklega í samband við veikan gjaldmiðil er aumkunarverður blekkingarleikur.

Það hjálpar eilítið til, en á bak bak hverja útflutta vöru sem nær árangri er lögð hörð vinna við markaðssetningu og ekki spillir fyrir að þau markaðssvæði sem Freyja er að auka útflutning sinn til eru til svæða sem íslendingar hafa flust til!

Hinsvegar kannski hefur þú rétt fyrir þér, þar sem íslensk stjórnvöld gerðu samning við djöfullinn að greiða icesave skuldirnar í erlendum gjaldmiðli en ekki íslenskum ( sem við höfum fullan rétt á )

Þess vegna mun annað dýpra hrun eiga sér stað á Íslandi í framtíðinni.

L.T.D. (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 00:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það fer líkleg nokkuð eftir vörum hvað gengi gjaldmiðils skiptir miklu máli hvað varðar útflutning.  Sérstaklega hvað mikill hluti verðmætis hennar byggist á innfluttum hráefnum.

Auðvitað er markaðssetning að baki árangrinum, en samkeppnishæft verð skiptir auðvitað einnig miklu máli.

En það er ekki tilviljun heldur að margar þjóðir hafa rembst við að reyna að ýta niður gengi gjaldmiðla sinna - með misjöfnum árangri.

G. Tómas Gunnarsson, 1.7.2014 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband