Hollur er heimafenginn baggi. Heimsins mesta þjóð - í grasreykingum

Það verður ekki af Íslendingum skafið, þeir skara fram úr og taka hlutina með áhlaupi og trompum.  Nú hafa þeir náð titlinum "Mesta graseykingaþjóð veraldar".

Og það sem meira er, þó að ekki sé minnst á það í fréttinni sem vísað er til, eru miklar líkur á því að megnið af því sem reykt er,  sé innlend framleiðsla, framleidd með vistvænni orku og heilnæmu vatni.

Hollur er heimafenginn baggi og vafinn í "jónur" eigi síður.

En að öllu gamni slepptu sýnir þetta hvað tilgangslaust "stríðið" gegn fíkniefnum hefur verið.  Hve hjákátleg slagorð eins og "Fíkniefnalaust Ísland 2000" voru og eru.

Fíkniefni hafa verið á Íslandi frá upphafi vega og eru komin til að vera. Aðalspurningin er hvort að vilji sé til að gera fleiri þeirra lögleg, eða halda áfram "stríðinu".

Persónulega er ég þeirrar skoðunar og hef verið lengi að eina leiðin sé að gera fleiri fíkniefni lögleg.  Það er gott að byrja á Íslenska "grasinu".

Ekki aðeins á að "afglæpavæða" það með því að gera eign þess löglega, heldur er best að fara alla leið, gera sölu þess löglega og skattskylda.

Til að byrja með væri eðlilegt að banna áfram inn og útflutning af tillitssemi við aðrar þjóðir sem hafa önnur lög.  Fljótlega mætti þó huga að viðskiptum við þær þjóðir sem lögleitt hafa notkun marijuana.

Það er engin ástæða til að halda "stríðinu" áfram.  Það hefur sýnt sig að neyslan hefur haldið áfram að aukast þrátt fyrir bann og frameiðsla og dreifing við núverandi fyrirkomulag, gerir ekkert annað en að tryggja skipulögðum glæpahópum góðar og tryggar tekjur.

P.S.  Fréttin er ögn skringilega orðuð.  Af lestri hennar að dæma eru Íslendingar með hæsta hlutfall "grasneytenda", en það segir ekki að þeir séu endilega með mesta neyslu per einstakling.  "Grasneysla" er með öðrum orðum, útbreiddust á Ísland, en þarf ekki að þýða að neyslan sé mest á Íslandi.

P.S.S.  Það hlýtur að vekja athygli Jamaika skuli aðeins ná í 10. sætið, en þeir eiga augljóslega ekkert í Íslendinga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, "stríðið" veldur meiri skaða en efnin og er þó skaðinn af þeim þó nokkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.6.2014 kl. 18:04

2 identicon

Ég held ástæðan sé mjög einföld og hún er sú að Íslendingar eru óvenjulega áhrifagjarnir og ef þú skoðar bíómyndir og sjónvarpsþætti sem mikið er verið að sýna t.d. á Stöð 2, þá er mjög augljós herferð þarna úti undanfarin ár til að normalisera grasreykingar (líklega afþví þá verður fólk ánægðara og ólíklegra til að fjölmenna á mótmæli) og svona áróður virkar betur á Íslendinga en aðra, afþví þeir falla mjög auðveldlega fyrir tískustraumum og eru auðmótanlegir. Grasreykingar eru ekki þessi grýla sem gerð hefur verið úr þeim, en mín reynsla af samfélagi grasreykjenda (t.d. Mexíkana í BNA) er að þær geri fólk minna framtakssamt og letji það til aðgerða. Alvarlegri en það eru áhrifin sjaldnast, en þessi áhrif eru í hag þeim hluta valdhafanna og elítunnar sem vinna gegn hagsmunum almennings. Ekki gleyma að það er fullt af ríku og áhrifamiklu fólki þarna úti, og ófáir af þeim vinna í Hollywood, sem er að reyna að vekja fólk og hvetja og stuðla að andlegum og vitrænum vexti og þroska manna. Þátttaframleiðendurnir sem koma grasi allsstaðar að starfa ekki fyrir þau öfl.

Yin Yang (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 19:01

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar.  Ég held að lítill vafi sé á því að "stríðið" veldur meira tjóni en efnin.  Það er hins vegar rétt hjá þér að þau eru ekki án tjóns.  En áfengi er t.d. ekki án tjóns, en líklega hefur algert bann við áfengi líklega leitt til meira tjóns en áfengið sjálft, hverg líklega sýnilegra en í Bandaríkjunum, þar sem það veitti "mafíunni" skjól til vaxtar.

@Yin Yang.  Ég held reyndar að þessi skýrsla gefi ekki nauðsynlega rétta mynd, en það er önnur saga.  Ég held að þrátt fyrir það sé neysla fíkniefna á Íslandi veruleg, og hafi aukist á undanförnum áratugum.

Það eitt ætti að nægja til að segja að "stríðið" og "heitstrengirnarnar" á móti fíkniefnum hafa ekki virkað.  Þvert á móti hefur "stríðið" byggt upp grundvöll fyrir glæpastarfsemi og aukið á vandræðin.

Það er mál að linni.

Það er tímabært að huga að lögleiðingu fleiri fíkniefna.

G. Tómas Gunnarsson, 27.6.2014 kl. 19:57

4 identicon

Ég er á engan hátt hlynntur stríðinu gegn fíkniefnum, en heldur ekki það vitlaus að halda það sé tilviljun allur þessi áróður sem haldið er úti til að normalisera jónur í þáttum og bíómyndum sem sýndar eru t.d. á Stöð 2. Ég er ekki heldur það vitgrannur að detta í hug Íslendingar reyki jónur í meira mæli en aðrir til að fagna frelsi sínu, eða að löggjöf af eða á hafi miklar áhyggjur á þær reykingar þeirra. Ég þekki þá of vel. Þetta er áhrifagirni og ekkert annað. Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir heilaþvotti og múgsefjun sem útskírir fleira hér en þú heldur.

Yin Yang (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 03:31

5 identicon

Átti víst að vera hafi mikil áhrif á reykingar þeirra. Íslendingar drekka meira Coca Cola en allir aðrir í heiminum. Afhverju? Hjá Coca Cola starfa mjög færir sérfræðingar í heilaþvotti og koma inn alls konar skilaboðum hjá mönnum, en þeir ná betur til auðtrúa fólks sem er auðveldlega ginkeypt fyrir áróðri og auðvelt að stjórna en annarra. Coca Cola er siðlaust fyrirtæki sem framleiðir óhollustu og víðast eru vinsældir þess minnkandi. Ekki á Íslandi. Íslendingar hugsa ekki heldur hegða sér eins og strengirnir sem toga í þá. Í eðlilegum heilbrigðum löndum er til dæmis lifandi og fjölbreytt umræða og margir hópar og sjónarmið sem komast að, margar hliðar á málum og fletir sem vellt er upp og mörg krassandi umræðuefni sem keppast um athyglina. Íslendingar skipa sér hins vegar í tvo hópa; með og á móti, og halda sig við sömu örfáu heilalaus efnin, t.d. "Með eða á móti mosku?" eins og hérna á Moggablogginu. Allt fólk á hærra plani en þeir hlær bara að þeim, afþví spurningin er fáránleg í fyrsta lagi og fyrir neðan virðingu neins með neitt milli eyrnanna að eyða dýrmætum tíma síns stutta lífs í slíka froðu. Stríðið gegn fíkniefnum hefur að mínu mati minni áhrif á hvort fólk neytir fíkniefna eða ekki en flestir halda, en ég styð frelsi manna til að gera það sem þeir vilja. Það væri samt dýrmætt innlegg í þetta þjóðfélag ef það kæmi af stað vitrænni umræðu, en það er of mikið að láta sig dreyma um það. Þá þarf að hugsa út fyrir svart hvíta boxið "með" eða "á móti", "vondur" og "góður" og Íslendingum finnst bara gaman að rífast í stíl einhverrar ræðukeppni, en ekki að raunverulegri hugsun. Krassandi rifrildi er að þeirra skapi. Hugsun ekki. Allt lífið er íþróttaleikur í þeirra huga.

Yin Yang (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 03:39

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því að marijuna nýtur vinsælda.  Ég þekki ekki vel til markaðins á Íslandi, en mér er sagt að það sé auveldara fyrir unglinga að kaupa sér jónu, heldur en sixpack.

Annað sem líklega spilar inn í er verðlagning.  Á meðan fjallháir skattar eru á áfengi gerir það öðrum vímuefnum auðveldara að keppa við áfengi um vinsældir.

Allt spilar þetta inn í.  Svo má heldur ekki gleyma því að allt ólöglegt hefur visst aðdráttarafl.

Persónulega hef ég ekki mjög sterka trú á "heilaþvottakenningunni".  Sömu myndirnar og sjónvarpsþættirnir eru sýndar víðast hvar um heiminn.  

G. Tómas Gunnarsson, 29.6.2014 kl. 11:47

7 identicon

Þær hafa það. En hafa meiri áhrif á Íslandi, alveg eins og bara kókflaskan selst betur hér og það er nú það sem ég er að segja. Eiturlyfjavæðingin drap 68 uppreisnin á sínum tíma og þeir hafa engu gleymt sem þurfa að muna.

Yin Yang (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 12:49

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekkert sem bendir til þess að sjónvarpsþættir eða kvikmyndir hafi meiri áhrif á Íslandi en annarsstaðar.  Reyndar held ég að neysla kannabisefna hafi verið stórlega vanmetin á Íslandi undanfarin 30 til 40 ár, en það er önnur saga.

Það voru ekki vímuefni sem "drápu" 68 kynslóðina, enda var hún einfaldlega ekki "drepin".

En hún gekk í björgin og varð að mörgu leyti að "harðsvíraðri kapítalistum" en kynslóðin á undan, en það er einnig önnur saga.

Líttu t.d. á feril "Rauða Danna", sem hefði auðvitað aldrei viðurkennt að hafa gerst kapítalista, og varð það líklega ekki.  Hélt síg á "vinstri kantinum", smá pedófílía og svo ætti hann þægilegan pólítískan feril í stjórnmálum, aðallega í kringum Evrópusambandsþingið.  En að hægt væri að kalla hann "róttækan", það er enn önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 29.6.2014 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband