Auðvitað á að birta PISA gögnin

Það er sjálfsagt og eðlilegt að PISA gögnin séu birt.  Ég get ekki séð nokkra ástæðu til þess að meina almenningi aðgengi að þessum gögnum.

Það er jú almenningur, skattgreiðendur sem borga rekstur skólanna.

En það er svo oft sem kjörnir fulltrúar virðast gleyma því hverjir það voru sem völdu þá til embættis og hverjir það eru sem borga reikningana sem þeir stofna til í nafni stjórnvalda/borgar/sveitarfélaga.

Það er eðliegt að foreldrar og aðrir borgarbúar vilji fylgjast með hvernig skólarnir standa sig og hvernig þeir standa innbyrðis.

Vissulega þarf að hafa í huga að PISA niðurstöður eru ekki hinn endanlegi dómur um skólastarf, og öll slík próf þarf að skoða með fyrirvara.

En það er rökrétt krafa að niðurstöðurnar séu "uppi á borðinu".

 


mbl.is Verða að afhenda PISA-gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er verið að hylma yfir og öllum þarna er svo mikilvægt á að þagga niður er mannréttindabrot sem verið er að framkvæma gegn innflytjendum og kemur fram í sláandi muni á lakari frammistöðu barna í Fellaskóla en öðrum löndum. Færri íslensk innflytjendabörn komast í framhaldsskóla en nágrannalöndum okkar, hér er að myndast stéttaskipting og jaðarsetning eftir uppruna og kynþætti langtumfram það sem þekkist í nágrannalöndunum afþví innflytjendabörnum hér er neitað um allskyns þjónustu sem þykir sjálfsögð í okkar nágrannalöndum og er vísindalega sannað að er nauðsynleg eigi þau að standa jafnfætis svo sem móðurmálskennslu. En um hvað kvabba kverúlantarnir til að draga athyglina frá grafalvarlegum mannréttindabrotum gegn börnum. Moskur og annað sem er nú kannski borgað undir borðið, ekki ég viti neitt um það. Afhverju er borginni ekki umhugað um réttindi barna? Manni dettur ekkert annað í hug en sú staðreynd að þau geta ekki borgað með sér á neinn hátt eða launað greiða. Gott fólk hjálpar þeim sem ekki geta hjálpað á móti. Hræsnarar þeim sem geta þakkað fyrir sig. Fullyrði ekkert sem ég get ekki sannað.

Red alert. Please Wake Up! (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 00:16

2 identicon

Sláandi munur á börnum í Fellaskóla þar sem er mikið af innflytjendabörnum miðað við aðra skóla, langt langt yfir mun sem finna má á svipuðum skólum í nágrannalöndum okkar og okkur. Mannréttindabrot sem mun hneyksla alla Evrópu og heiminn ef það kemst upp. Mál að linni. Bjargað framtíð Íslands. Bjargið börnum Íslands. Látið ekki fjölmiðla í eigu elítunnar notaðir til að hylma yfir meir en opinbera, dreipa umræðu á dreif og slá ryki í augu fólks draga úr alvarleika þessa máls. Hjálpið börnum Íslands, framtíð Íslands, hvaðan sem þau eru og hvernig sem þau eru á litin! Vaknið! Látið kerfið svara til saka fyrir óréttlæti sitt og mismunun sem bitnar á saklausum börnum og framtíð þeirra.

Red alert. Please Wake Up! (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 00:18

3 identicon

zzzzzzzz

zzzzzzz (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband