Áhrifamikill stjórnmálamaður og fyrrum boðberi pedófílíu hættir á Evrópusambandsþinginu

Það verður ekki á móti því mælt, hvort sem maður er fylgjandi skoðunum Daniels Cohn-Bendit eður ei, að hann hefur verið áhrifamikill í Evrópskum stjórnmálum í yfir 40 ár.

Daniel (eða Danni rauði, Dany le Rouge) Cohn-Bendit vakti fyrst athygli í kringum mótmæli/óeirðir í París 1968.

Hann starfaði í róttækum (margir myndu líklega kalla þau öfga eitthvað) samtökum og flokkum á vinstri væng stjórnmálanna, en gekk til liðs við Græningja árið 1984.

Það er síðan fyrir Þýska og Franska græningjaflokka sem hann hefur setið á Evrópusambandsþinginu síðan 1994.

En Cohn-Bendit hefur verið umdeildur, þó að hann þyki líklega hafa mildast með árunum.  

Hann hefur verið gagnrýndur bæði frá vinstri og hægri.

Ýmislegt hefur þótt vafasamt í fortíð hans, og neitaði Evrópusambandsþingið til dæmis beiðini saksóknara í Frankfurt, um að það aflétti þinghelgi hans í tengslum við sakamálarannsókn á hryðjuverkastarfsemi tengdri Hans-Joachim Klein.

Umdeildari og meiri athygli hafa þó vakið skrif hans frá áttunda áratugnum um kynferðisathafnir með börnum.

Eða eins og lesa má í grein Þýska blaðsins Spiegel, þar sem vitnað er til skrifa Kohn-Bendit:

How should we react when Cohn-Bendit writes, in his memoirs, about "little, five-year-old girls who had already learned to proposition me?" It wasn't the only time the Green politician raved about his experiences with children. In a largely unnoticed appearance on French television on April 23, 1982, Cohn-Bendit, a member of the European Parliament today, said the following:

"At nine in the morning, I join my eight little toddlers between the ages of 16 months and 2 years. I wash their butts, I tickle them, they tickle me and we cuddle. … You know, a child's sexuality is a fantastic thing. You have to be honest and sincere. With the very young kids, it isn't the same as it is with the four-to-six-year-olds. When a little, five-year-old girl starts undressing, it's great, because it's a game. It's an incredibly erotic game."

Cohn-Bendit later claimed that his portrayals in the book were meant as a provocation. Whether or not one believes his assertions, the development of the Greens in the 1980s shows that their nonchalant talk about sex with young children eventually attracted real pedophiles.

Í bók sem gefin var út árið 1975 og ber nafnið "The Great Bazaar", skrifaði Daniel Cohn-Bendit m.a.:

"My constant flirtations with the children took on erotic characteristics. It happened to me several times that a few children undid my flies and started to stroke me."

Eins og kemur fram hjá Spiegel, hélt Cohn-Bendit því fram síðar, sér til varnar, að hann hefði skrifað þetta til að ögra og virðast "hættulegri" en hann í raun hefði verið.

Daniel Cohn-Bendit sóttist ekki eftir endurkjöri á Evrópusambandsþingið í nýliðnum kosningum og hefur því hvatt það nú, eftir 20 ára setu.

Nýtt þing tekur nú við, ne það er ekkert nýtt að þangað setjist "skrýtnir kvistir", með kynlegar skoðanir í farteskinu.

 

Hér að neðan eru blaðagreinar sem fjalla um Daniel Cohn-Bendit og þátt hans í þeirri skringilegu upphafningu á pedófílíu, sem margir í "vilta vinstrinu" í Þýskalandi tóku þátt í á sjöunda og áttunda áratugnum.

Myndband með upptöku af sjónvarpsviðtalinu sem vitnað er til hér að ofan má finna á YouTube.  Og svo er það auðvitað Google, ef áhugi er á frekari upplýsingum.

 

http://www.theguardian.com/world/2013/may/14/green-party-germany-paedophiles-80s

 

http://www.spiegel.de/international/germany/past-pedophile-links-haunt-german-green-party-a-899544.html

 

http://www.spiegel.de/international/germany/green-party-leader-trittin-admits-to-approving-document-on-pedophilia-a-922442.html


http://www.spiegel.de/international/zeitgeist/the-sexual-revolution-and-children-how-the-left-took-things-too-far-a-702679-3.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband