Gætu "arðgreiðslur" til starfsfólks verið hluti af lausninni?

Það er hárrétt hjá Björgólfi að best er að hugsa um kjaramál til langs tíma, bæði bæði fyrir fyrirtæki og starfsfólk.

Til að svo geti orðið þurfa hagsmunir fyrirtækisins, hluthafa og starfsfólks að tvinnast saman eins og mögulegt er.

Ein leið til þess gæti verið að að fyrirtæki bjóði í kjarasamningum, að skuldbinda sig til að greiða starfsfólki "arð", ef fyrirtækið greiðir arð til hluthafa.

Þannig yrði það fest í kjarasamning að ef fyrirtækið greiðir arð, yrði upphæð í ákveðnu hlutfalli við arðgreiðsluna, skipt á milli starfsfólks, eftir fyrirfram ákveðnum reglum.  Þar gætu t.d. blandast saman starfshlutfall, laun, unnin yfirvinna og starfsaldur hjá fyrirtækinu.

Einnig væri hugsanlegt að láta hagnað verka á greiðsluna ef hagnaður fyrir yfir ákveðið margfeldi af arðgreiðslu.

Þannig er hugsanlegt að byggja upp kerfi, þar sem bætt afkoma skilar sér í hærri launum með sjálfvirkum hætti.

Þannig ætti að vera mögulegt að auka stöðugleika og draga úr óróa á vinnumarkaði.

 

 


mbl.is Icelandair móti kjörin til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki líka eitthvað kerfi þannig að minnstu laun í fyrirtækinu eru aldrei minni en 1/3 af þeim sem eru hæstlaunaðir í fyrirtækinu. Þannig ef það gengur vel þá er ekki bara borgað efsta prósentinu en ef þau efstu vilja meira þá fá aðrir starfsmenn líka sanngjarnan skerf. Væri hægt að taka upp svona kerfi sem væri vottað af VR og öðrum stéttarfélögum sem fyrirmyndarfyrirtæki.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 21:49

2 identicon

Arðgreiðslur kæmu sennilega til greina ef starfsmenn væru til í að taka á sig tap þegar illa árar og skuldbinda sig til að vinna jafn lengi og þeir hafa þegið arðgreiðslurnar en færu ekki annað um leið of arðgreiðslurnar hættu og launalækkun tæki við.

1/3 aðferðin hefur þann ókost að auðvelt er að hækka tekjur þeirra hæstlaunuðu án þess að hækka laun þeirra (tekjur og laun eru ekki sami hluturinn). Svo yrði þetta jafnvel til þess að aðeins þau fyrirtæki sem verst stæðu réðu þá sem nú vinna á lægstu töxtunum. Hvers vegna að ráða ómenntaðan reynslulausan starfsmann þegar hægt er að fá menntaðan starfsmann með reynslu fyrir sama pening? Hvers vegna að ráða stelpu á kassa í BYKO ef iðnaðarmaður kostar jafn mikið? En líklegast er að flest fyrirtæki færu þá leið að gera sérstakt fyrirtæki kringum þá hæst launuðu.

Davíð12 (IP-tala skráð) 18.5.2014 kl. 04:23

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega hef ég ekki trú á hlutfallsbindingu, það er hvati til að bjóða ákveðin störf út o.s.frv, en það gæti hentað einhverjum fyrirtækjum.  Það er heldur engin ástæða til að vera með heildarlausnir yfir allan markaðinn og öll fyrirtæki.  Best að fyrirtæki byggi  upp kerfi sem hentar þeim.

En ég hef trú á að "arð", eða hagnaðarhlutdeild geti virkað, og það hefur gefið ágæta raun víða, sjá t.d.  http://finance.fortune.cnn.com/2014/04/17/southwest-airlines-profit-sharing-payout-what-capitalism-should-be/

G. Tómas Gunnarsson, 21.5.2014 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband