Víglínan liggur um Sjálfstæðisflokkinn.

Það eru margir þeirrar skoðunar að Ísland muni ekki ganga í "Sambandið", svo lengi sem Sjálfstæðiflokkurinn stendur gegn því og heldur þokkalegum styrk.

Það er því ekki að undra að "víglínan" hefur að nokkuð miklu leyti verið innan Sjálfstæðisflokksins. Þó að sjálfstæðir "Sambandsmenn" hafi ef til vill ekki verið stór hópur kjósenda flokksins, hafa þeir verið áberandi og nokkuð áhrifamiklir. 

Ég held að margir yrðu fegnir, ef sjálfstæðir "Sambandsmenn" gerðu alvöru úr því að stofna flokk.

Ég held að býsna margir flokksmenn myndu kætast vegna þess að þó að flokkurinn yrði líklega eitthvað minni, yrði hann samhentari og líklega baráttuglaðari.  Innanflokksátök á torgum úti auka sjaldnast fylgið.

Aðrir yrðu glaðir af því að þeir myndu telja sig fá nýjan flokk sem tæki mið af fleiri af þeirra skoðunum.

Enn aðrir myndu svo gleðjast yfir því að tekist hefði að valda klofningi í Sjálfstæðisflokknum.

Það yrðu því líklega býsna margir glaðir.

Það má líka halda því fram að "Sambandsaðild" sé það stórt mál að ekki sé óeðlilegt að stjórnmálaleg uppskipti eigi sér að einhverju marki sér stað í kringum hana.

En nú á eftir að sjá hvort að sjálfstæðir "Sambandsmenn" hafa hugrekki og þor til að stofna stjórnmálaflokk.

Persónulega finnst mér það alltaf slæm byrjun þegar sporgöngumenn flokka hafa mestan áhuga á því að sjá stöðu sína í skoðanakönnunum.  

Annað hvort hafa menn hugsjón sem þeir hafa áhuga á því að berjast fyrir eða ekki.  Fylgi í skoðanakönnunum á ekki að hafa umtalsverð áhrif þar á.

Nema svo auðvitað að áhuginn sé liggi mest í því að nota skoðanakannanir til þess að berja að "samherjum" sínum? 

 


mbl.is Nýr flokkur nyti 20% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þó ég styðji ekki Sjálfstæðisflokkinn, þá er ég sammála þér með þessa greiningu og ég yrði bara afar sátt við að þessir ESB sinnar stofnuðu sinn nýja flokk. Í þessu máli þurfa að vera heinar línur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2014 kl. 11:04

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eins og útlitið er núna virðist að úr þessum nýja flokki, Samfylkingunni og BF verði nokkuð fín ESB-ríkisstjórn eftir kosningar. Ef útí það er farið þá er eiginlega ekki deilt alvarlega um neitt annað í íslenskri pólitík en ESB. Allur hávaðinn er bara persónulegt ósætti og rifrildi þingmanna. Núverandi og fyrrverandi.

Kristján G. Arngrímsson, 23.4.2014 kl. 06:44

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að stór vafi sé á því að "Sjálfstæðir Sambandssinnar", BF og SF, muni ná meirihluta atkvæða eða Alþingismmanna í næstu kosningum. Þvert á móti bendir margt til þess að hinn nýji flokkur, ef af honum verður muni fyrst og fremst dreifa atkvæðum "Sambandssinna" frekar en nú er.

Það hafa býsna margir flokkar mælst með um eða yfir 20% áður eða stuttu eftir að þeir hafa verið stofnaðir.

Fæstum þeirra hefur hins vegar tekist að ná slíku marki í kosningum. Það er ótal margt sem mér þykir benda til þess að slíkt yrði hlutskipti "sjálfstæðra Sambandssinna".

G. Tómas Gunnarsson, 23.4.2014 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband