Umbreytingaskeið í Evrópu - Panelumræður

Nýlega voru haldnar panelumræður með yfirskriftinni "Europe in transition", sem ég leyfði mér að þýða sem umbreytingaskeið í Evrópu.

Það var Þýski Marshall sjóðurinn (German Marshall Fund) sem stóð fyrir umræðunum, en þátttakendur voru Toomas Ilves, forseti Eistlands, Federica Mogherini, Utanríkisráðherra Ítalíu og Robert Zoellick, starfsmaður á alþjóðasviði Goldman Sachs (fyrrum bankastjóri Alþjóðabankans).

Umræðustjórnandi er Peter Spiegel, yfirmaður á skrifstofu Financial Times í Brussel.

Persónulega fannst mér Ilves standa sig afar vel og Zoellick kom með góð innlegg, en Mogherini talaði að mestu leyti í frösum.

Aðrir panelar voru haldnir með yfirkriftum, s.s. "Is Europe Losing its East?", "NATO in Transition", og svo "A Conversation with Herman Van Rompuy".

Ég er að horfa á þessi myndbönd eins og ég hef tíma til, en það sem ég pósta hér fannst mér góð. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband