Að selja það sem aðrir eiga. Kvótakóngar og rányrkja

Það er skiljanlegt að misjafnar skoðanir séu uppi hvað varðar aðgangseyri að vinsælum ferðamannastöðum.

En er ekki eðlilegt að þeir sem eiga vinsæla ferðamannastaði vilji fá eitthvað fyrir afnot annara af eigum þeirra?  Er óeðlilegr að rukkað sé inn á stað s.s. Geysissvæðið, en t.d. aðgang að turni Hallgrímskirkju?

Er eðlilegt að hægt sé að skipuleggja ferðir til eigna annara og taka fyrir það gjald, án þess að eigandinn fái hluta af gjaldinu?

En landeigendur þurfa sömuleiðis að fara varlega, sýna hófsemi og æskilegt er að fyrirhugaðar gjaldtökur séu tilkynntar með nokkuð löngum fyrirvara, þannig að aðrir ferðaþjónustuaðilar geti aðlagað sig breyttum aðstæðum.

Að sama skapi hljóta kröfur um bættan aðbúnað og upplifun að verða háværari þegar og ef farið er að krefjast aðgangseyris að einstaka ferðamannastöðum.

Fyrirkomulagið á án efa eftir að þróast og gefur allra handa möguleika á samstarfi ferðaþjónustuaðila.  Hótel geta látið aðgengi að stöðum í nágrenninu (í samstarfi við viðkomandi eigendur) fylgja með gistingu, og þannig má lengi telja.

Hvernig stjórnvöld eiga að geta stöðvað það að landeigendur krefjist aðgangseyris, skil ég ekki (þar sem enginn vafi leikur á eignarhaldi).

Hugmynd um komugjald finnst mér sérstaklega afleit, enda þá einfaldlega verið að láta þá sem ekki fara á viðkomandi staði, niðurgreiða kostnaðinn fyrir aðra, og þá einnig ferðaþjónustufyrirtækin sem skipuleggja ferðir á viðkomandi staði. 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Kvótakóngar íslenskrar ferðaþjónustu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er það svo að víða um heim, bæði hér í Evrópu og annarsstaðar, hefur um áratuga skeið verið innheimt gjöld af heimsóknum ferðafólks. Það þekkjum við öll, sem höfum eitthvað farið í skemmtiferðir um önnur lönd. Maður spyr sig hvort ekki sé hægt að læra eitthvað um framkvæmd svona hluta í öðrum og þróaðri löndum? Af hverju þurfum við alltaf að finna um hjólið hér á þessu ömurlega skeri?

Berlusconi (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 12:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get ekki haldið því fram að ég sé sérfræðingur á þessu sviði, eða sé víðförull með afbrigðum.

En þar sem ég hef farið hefur yfirleitt verið rukkað fyrir hvern og einn stað.

Bæði ríkis (federal) og héraðs (province) þjóðgarðar í Kanada rukka inn. Oft er hreinlega rukkað á bíl, burtséð frá því hvað margir eru í bíl. Stundum er gildir passinn líka í aðra þjóðgarða, ef þeir eru mjög nálægt.

Það er aðallega í borgum sem boðið er upp á "passa", þar sem greiddur er aðgangseyrir að mörgum stöðum í einu, en alltaf hefur líka verið hægt að kaupa staka miða.

En það er varla hægt að þvinga einkaaðila í að taka þátt í slíku, þeir verða að sjá sér hag í því.

Svo er aftur spurning hvað margir staðir á Íslandi geta staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af innheimtu og hvort að eitthvað verði upp úr því að hafa, nema ergelsið.

En það verður hver og einn að ákveða.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2014 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband