Heilagur makríll

Holy mackerel er stundum sagt á Enskri tungu og sjálfsagt styttist í það að makríllinn verði álitinn heilagur fiskur á Íslandi.  Ef til vill verður hann gerður að tákni "sannleiksstundarinnar".

En ef þessi frétt reynist rétt er hún í alla staða merkileg, þó að miðað við fréttir undanfarinna vikna komi hún all nokkuð á óvart.

Fréttir höfðu verið í þá veru að samkomulag strandaði á Noregi, en aðrir deiluaðilar hefðu verið reiðubúnir til samkomulags.

En ef marka má þess frétt, ákveður "Sambandið", Noregur og Færeyjar (rétt að hugsa um hvaða þátt Danir gætu átt í því) að skilja Íslendinga eftir út í kuldanum.  Það gera þeir reyndar einnig við Rússa og Grænlendinga.

Ef til vill segir þetta nokkuð til um hug "Sambandsins" til Íslendinga.

En það er þessi merkilegi fiskur, makríll, sem Samfylkingin og Vinstri grænir fullyrtu að hefði engin tengsl við aðlögunarviðræður Íslendinga að "Sambandinu", það er að segja fyrir kosningar, en fiskurinn sá breyttist í eina aðal afsökun þeirra fyrir því hvað aðlögunarviðræðurnar hefðu gengið illa.

Þó ekki fyrr en eftir kosningar.

Þannig upplýsir makríllinn Íslendinga ekki aðeins um hentistefnumálflutning Sam(bands)fylkingarinnar, heldur upplýsir hann Íslendinga sömuleiðis um hvað miklu máli það skiptir að hafa full og óskoruðu yfirráð yfir landhelginni og fulla stöðu strandríkis.

Það er það sem "Sambandssinnar" eru önnum kafnir við að reyna að sannfæra Íslendinga um að skipti engu máli.

Íslendingar eiga nú, ef þessi frétt reynist rétt, að gefa út "vænan" makrílkvóta.

Tímabært er að draga aðildarumsókn að "Sambandinu" til baka.

Það verður svo hlutverk kjósenda að veita Samfylkingunni "mak(ríls)leg málagjöld" í næstu kosningum.  En það gerðu þeir reyndar ágætlega í þeim síðustu. 

 

 

 

 

 


mbl.is Færeyjar, Noregur og ESB semja um makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti nú allt eins komið í ljós að einhliða frásögn sjávarútvegsráðherrans af síðustu samningatilraunum hafi verið út í bláinn. Hann er varla minna skreytinn en þeir hinir...

Nonni (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 20:28

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er reyndar ekki sjávarútvegsráðherra sem stendur í samningaviðræðunum sjálfur.

Og þetta er vissulega heldur ekki fyrsta ríkisstjórnin sem kemur að málinu.

En mig minnir að fulltrúar "Sambandsins" hafi talað á svipuðum nótum og Íslensku fulltrúarnir.

En það verður fróðlegt að fylgjaset með framhaldi þessa máls.

G. Tómas Gunnarsson, 12.3.2014 kl. 21:56

3 identicon

Furðuleg frásögn, virðist vera bara sett fram til að uppnefna samfylkinguna sambandsflokkinn hvernig sem það er fengið út, hvorki rýmar né er fyndið.

Ég held persónulega að þetta samkomulag hafi ekkert með aðild eða ekki aðild að eb, Íslendingar eru aðilar að EES og þurfa því að taka við lagasetningu EB ríkja án skilyrða. Við erum svo gott sem EB ríki - þökk sé Alþýðubandalaginu og Jóni Baldvini - og engin er að tala um að fara úr EES.

Þetta er samt sem áður algjört klúður og ég hef oft fengið þá tilfinningu að þeir sem tóku við stjórninni hérna á skútunni okkar séu ekki með nægjanlega reynslu og þekkingu.

Agnar (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 08:54

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er í sjálfu sér rétt að í pistlinum er Samfylkingin uppnefnd, þó að ég telji það ekki sérlega rætið.

En hvort að það er fyndið eða ekki dæmir auðvitað hver fyrir sig og ég læt mér það í nokkuð léttu rúmi liggja.

Það er hins vegar staðreynd, að makríll og ganga hans inn í Íslenska lögsögu hefur margsinnis, eftir kosningar, verið notuð sem afsökun fyrir því að aðlögunarviðræður Íslendinga við "Sambandið" gengu ekki sem skyldi.

Hvort að þetta sé klúður núverandi ríkisstjórnar, ætla ég ekki að dæma um, alla vegna ekki með þær upplýsingar sem ég hef í höndunum nú, en að því að ég best veit, hefur málið verið í höndum sömu samninganefndar, sem var skipuð af ríkisstjórn Samfylkingar og VG.

En staðan virðist hafa verið allt önnur, fyrir fáeinum dögum síðan, eins og lesa má í frétt á Vísi, þar sem Össur Skarphéðinsson vitnar til orða Damanakis. http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=2014140319539

Hvað hefur breyst síðan þá er erfitt að segja, en ég fæ ekki þá tilfinningu að núverandi ríkisstjórn sé um að kenna, en því hún virðist svo gott sem hafa verið búin að ná samkomulagi, við "Sambandið".

En hvað gerðist svo, er eitthvað sem vonandi skýrist.

G. Tómas Gunnarsson, 13.3.2014 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband