Nú er 3. dagurinn að líða, án þess að utanríkisráðherra hafi svarað Árna Páli

Það er eiginlega með eindæmum.  Ekki það að Gunnar Bragi skuli ekki hafa svara Árna Páli, heldur að þetta skuli vera orðið að frétt hjá Ríkisútvarpinu. 

Auðvitað hlýtur það að vera forgangsverkefni hjá þeim sem eru ráðherrar að svara bréfum frá formanni Samfylkingar.  Sjá það ekki allir, hvort sem þeir starfa hlutlaust hjá ríkisfjölmiðlinum eður ei?

Persónulega finnst mér þetta vægast satt undarlegt fréttamat.  Mér er það til efs að utanríkisráðherra beri yfirhöfuð skylda til þess að svara bréfinu, þar sem ekki er um formlega þingfyrirspurn að ræða.  En ég viðurkenni fúslega að ég þekki þá lagalegu hlið ekki.

En það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að bréfinu verði svarað, en það getur varla talist óeðlilegt að það taki lengri tíma en 2. daga.

En auðvitað má ekki saka fréttamenn RÚV um hlutdrægni og óeðlilegt fréttamat.  Slíkt getur auðvitað ekki átt sér stað. Þeir hljóta að vera hlutlausir, þeir eru ríkisstarfsmenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband