Vond þróun, en betri en stöðnun.

Það hlýtur að vekja umhugsun að fjölgun starfa sé fyrst og fremst í láglaunastörfum.  Vissulega er það betra en að engin störf verði til, en ekki sú þróun sem vísar Íslendingum fram veginn.

Það væri gaman að sjá frekari greiningu á því hvar störfin hafa verið að skapast.  Líklega er innlend ferðaþjónusta fyrirferðarmikil þar, en eins og oft hefur verið bent á, er ferðaþjónusta þekkt fyrir að vera greiðandi lágra launa.

Ef raunverulegur lífskjarabata á að verða á Íslandi, þarf að skapa hálaunastörf, störf sem útflutning.  Íslendingar hafa ekki efni á öðrum en  því að viðskiptajöfnuðurinn  sé í plús, og því mikilvægt að störfin sem skapist, bjóði ekki aðeins upp á há laun, heldur auki útflutning.

Að skapa slík störf er þó ekki sjálfgefið.

En þessi þróun bendir líka til þess að þó að uppgangur ferðaþjónustu hafi komið á besta tíma og bjargað miklu í niðursveiflunni, geti hún ekki orðið sú atvinnugrein sem byggir upp framtíðarvelmegun á Íslandi. 

 

 

 

 


mbl.is Láglaunastörfum fjölgar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband