Ætlaði Ísland að ganga í Evrópusambandið?

Í dag má víða heyra ramakvein Íslenskra "Sambandsssinna" yfir því að Evrópusambandið hafi ákveðið að frekari IPA styrkir stæðu Íslendingum ekki til boða. 

Eins og lesa má á vefsíðu Vísis, ætlast "Sambandið" til þess að þær þjóðir sem sækist eftir og fái IPA styrki stefni að inngöngu í "Sambandið".

Á Vísi segir orðrétt í fyrirsögn:  Ætlast til þess að viðtökuland stefni að inngöngu

En hefur Ísland og Íslendingar einhvern tíma stefnt að inngöngu í "Sambandið"?

Voru ekki viðræður Íslendinga og "Sambandsins" ekki eingöngu viðræður sem snerust um hvað væri í boði?  Hvort að það gæti hugsanlega verið hagsmunir Íslendinga að ganga í "Sambandið", ef samningar væru nógu hagstæðir?  Átti ekki bara að "kíkja í pakkann"?

Hafa skoðanakannanir ekki sýnt að Íslendingar eru mótfallnir því að ganga í "Sambandið", þó að á stundum hafi meirihluti sýnt í könnunum að hann vill gjarna halda viðræðum áfram?

Er það land eða þjóð sem vill stefna að inngöngu í Evrópusambandið?

Eða vildu Íslendingar eingöngu stefna að viðræðum við "Sambandið"?

Hver er svo munurinn?

Staðreyndin er sú að þetta sýnir enn og aftur á hve miklum villigötum umsókn Íslendinga var.  

Auðvitað sækir engin þjóð um aðild að "Sambandinu" til þess að "kíkja í pakkann".

Þjóðir eiga eingöngu að sækja um aðild að Evrópusambandinu ef fullur vilji er á meðal þeirra til þess að ganga í "Sambandið".

En blekkingarleikurinn í kringum umsókn Íslands, lygarnar og rangfærslurnar hafa verið endalausar og hafa skemmt fyrir umsókninni, sem hafði þegar á reyndi engan grunn, enga undirbyggingu.

Það er sú arfleifð sem Samfylkingin skyldi eftir sig þegar hún hrökklaðist frá völdum, þegar ríkisstjórnin undir forystu hennar setti Evrópumet í fylgistapi.

Auðvitað eiga Íslendingar ekki að fá IPA styrki.  Það áttu þeir aldrei að fá.

Þá styrki eiga eingöngu þær þjóðir að hljóta sem afdráttarlaust stefna að inngöngu í Evrópusambandið.

Ísland hefur hefur aldrei verið þeirra á meðal.

 

 


mbl.is ESB skrúfar fyrir IPA-styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vissulega velta fyrir sér til hvers þessir IPA styrkir eru í raun. Væru þeir einungis til að hjálpa aðildarþjóð við að færa sitt stjórnkerfi til samræmis við kröfur ESB, væri eðlilegra að greiða þá eftir að aðildarviðræðum líkur.

Það er því í raun tvennt sem hellst getur skýrt þessa styrki, út frá þeirri staðreynd að þeir skuli greiddir meðan á viðræðum stendur:

1. Að ekki sé um samningaviðræður að ræða, heldur aðlögunarviðræður og að þeim verði ekki lokið án aðlögunnar. Þessu hefur stundum verið haldið fram, þó sjálfskipaðir Evrópusérfræðingar hafi ætíð mótmælt.

2. Að styrkirnir séu hugsaðir sem hjálp til að snúa "óvissum sálum". 

Hvort heldur er, þá er ljóst að viðræðurnar voru á miklum villigötum.

Gunnar Heiðarsson, 8.8.2013 kl. 20:30

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi blekkingavefur er orðinn augljós. Óheiðarleikinn í öllu þessu spili er greinilegur.

Það er ekki mögulegt að ná fram réttlæti og heiðaleika með óréttlæti og óheiðarleika.

Auðvitað átti ríkisfjölmiðill Íslands að halda almenningi upplýstum, eins og lög gera ráð fyrir í siðmenntuðu dóms-ríki.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 20:35

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Samfylkingin ætlaði ótvírætt að koma Íslandi í ESB, þó sumir innanbúðarmenn hafi talað um að kíkja ætti í pakkann. Það liggur fyrir að viðræðurnar snúast fyrst og fremst að tímasetningu, þ.e. hvenær Ísland uppfyllir skilyrði ESB til inngöngu, en ekki hvenær ESB hefur aðlagað sig að skilyrðum Íslands vegna umsóknar að aðild.  Í viðræðunum til þessa hefur Ísland sett fram sárafáar umsóknir um undanþágur frá regluverkinu, og mér hefur sýnst snöggt á litið að nánast engar þeirra snúi að veigamiklum atriðum. Þetta má sjá á vidraedur.is.

Þá er líka rétt að spyrja sig: Dragi Ísland umsóknina til baka með formlegum hætti, munum við þurfa að endugreiða þá styrki sem úthlutað hefur verið til þessa?

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2013 kl. 11:15

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mitt mat er að þetta er bara orðaleikur hjá þér - ekkert hefur breyst annað en nýja stórnin setti umsóknina á 'hold'

Rafn Guðmundsson, 9.8.2013 kl. 16:16

5 Smámynd: Elle_

IPA styrkirnir voru ætlaðir til að snúa almenningi á Íslandi og koma okkur inn í drottnunarveldið.  Mútufé.  Og 100% sammála Erlingi.  Þetta vissu Jóhanna og Össur og þeirra landsöluflokkur. 

Elle_, 9.8.2013 kl. 23:50

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin.  Það hefur í sjálfu sér lítið breyst.  Fortíðin breytist ekki, en sjónarhorn og umræðan geta breyst, þegar yfirsýnin verður betri.

Fáir Íslenskir stjórnmálamenn hafa lýst því yfir að þeir vilji að Ísland gangi í "Sambandið".  Jafnvel flest Samfylkingarfólk talaði um að Ísland tæki ákvörðun um hvort gengið yrði í "Sambandið", eftir að "kíkt yrði í pakkann".

Þó að vissulega sé hægt að fella samning, ör sem betur fer fleiri og fleiri að verða það ljóst að auðvitað á ekki að sækja um aðild, nema að vilji sé til þess að ganga í "Sambandið".  Það er ekki nóg að vilja "kíkja í pakkann".

Það er heldur ekki nóg að "snúa upp" nógu margar hendur á Alþingi til þess að sækja um.  Það þýðir að umsóknina skortir styrk.

Þegar þingmenn tala um að sækja um aðild, til þess eins að fella hana í þjóðaratvkæðagreiðslu, sér skynsamt fólk að eitthvað er rangt í ferlinu.

Það er ekki síst þess vegna sem fyrrverandi ríkisstjórn og sérstaklega Samfylkingin, fékk þá útreið, sem hún vissulega átti skilið, í síðustu kosningum.

G. Tómas Gunnarsson, 10.8.2013 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband