Hvað næst? Fyrirbyggjandi fangelsanir?

Hún getur tekið á sig ýmsar myndir múgæsingin. Eftir að hafa haft lítinn tíma til að lesa Íslenskar fréttir í nokkra daga er ég aftur kominn að tölvunni.

Lykilorðið er klám, þá á ég ekki við lykilorðið mitt sem mbl.is opinberaði stutta stund fyrir alþjóð, heldur þá múgæsingu sem tröllreið umræðu á Íslandi í nokkra daga vegna þess að til stóð að halda kaupstefnu þar sem framleiðendur klámefnis hugðust halda á landinu.

Það er sem sé ekki æskilegt að tala um klám á Íslandi, alla vegna ekki á ráðstefnum.  Þeir sem slíkt ætla að gera eru ekki velkomnir til Íslands og það sem meira er, bændasamtökin hýsa ekki slíkt fólk.

Gamla "slagorðið" að allir sé saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, á ekki við lengur.  Það er best að banna þeim sem hugsanlega gætu brotið af sér að koma til landsins.  Það virðist sem svo að það sé ekki lengur nauðsynlegt að brjóta af sér, það nægir að vera "líklegur" til að brjóta af sér.  Fljótlega verður ef til vill farið að mæla með "fyrirbyggjandi fangelsunum".

Hvað ætli gerðist á Íslandi ef Saab verksmiðjurnar skipuleggðu hvataferð til Íslands?

Sagði einhver "Bleikt og Blátt", eða "Falon Gong"?


mbl.is Ómögulegt að flokka ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SAAB! (gúlp, hóst, hóst) - sænskir verksmiðjuperrar - fussumsvei...

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband