Frelsi til framfara - nýtt tímabil

Mér lýst ljómandi vel á nýja ríkisstjórn og óska henni og þeim ráðherrum sem í henni starfa alls hins besta, farsældar og velfarnaðar í starfi.

Ég, eins og líklega svo margir aðrir, bind góðar vonir við þessa ríkisstjórn og horfi án söknuðar á þá sem nú hverfur inn í söguna.

Þó að stjórnarsáttmálinn sé ekki "nákvæm leiðsögn" inn í framtíðina, líst mér vel á hann. Það er gott og tímabært að stöðva aðlögunarviðræðurnar við "Sambandið" og aðalverkefnið hlýtur að vera að auka verðmætasköpun Íslendinga.

Það þarf einnig að taka til í ríkisrekstrinum.  Lækka útgjöld og ef til vill ekki síst færa þau til.

Það þarf enginn að óttast að ríkisstjórnin hafi ekki næg verkefni, þvert á móti.

En mér líst vel á byrjunina og vel á mannskapinn.

Ég er sérstaklega ánægður með að stemmingin og traustið virðist vera gott, og að ekki er farin sú braut að skipta á forsætisráðuneytinu eftir einhver ár.

Það þarf að forðast ráðherraskipti eins og kostur er.  Ráðherrastarfið er ekki íhlaupavinna. 

 

 

 

 

 


mbl.is Ný ríkisstjórn formlega tekin við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband