Fréttaleysið veit á gott

Það er á köflum hreinlega vandræðalegt fyrir fjölmiðla hvað litlar fréttir berast frá stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Þess vegna hafa fréttirnar aðallega snúist um hvar fundirnir eru haldnir, hvað hefur verið á borð borið o.s.frv.

Frekar pínlegt fyrir fjölmiðla og jafnvel sömuleiðis fyrir lesendur þeirra.  Það er að segja nema þá sem einmitt vantaði góða vöffluuppskrift.

En ég held að fréttaleysið, þögnin viti á gott.  

Ekki eingöngu eru formennirnir þögulir, heldur hafa þingmenn flokkanna ekki stokkið fram með ótímabærar yfirlýsingar og vangaveltur og hugleiðingar.

Ég held að það viti á gott.

Ég vona að það viti á að komandi ríkisstjórn (ég vona að hún komist á laggirnar) takist að forðast stórar og eilífar yfirlýsingar og að stuðningsmenn hennar á Alþingi tali ekki  í allar áttir í fjölmiðlum.

Ég vona að innan hennar muni ríkja sátt um helstu mál og trúnaður á milli ráðherra og deilumál þeirra á milli verði ekki eilíflega í fjölmiðlum.

Ég vona að fjölmiðlar verði ekki fullir af vangaveltum um hvort að hinn eða þessi þingmaður stjórnarflokkanna, muni halda áfram að styðja ríkisstjórnina eða að hann sé með stjórnina á "skilorði".

Ég vona að þeir sem sitja á Alþingi á nýhöfnu kjörtímabili hafi í það minnsta dregið þann lærdóm af því nýafstaðna.

P.S. Mikið hefur verið gert úr því að aðeins formennirnir komi að viðræðunum ásamt aðstoðarmönnum sínum.  Þó að ég ætli ekkert að fullyrða hér um hvernig staðið er að viðræðunum, ber sú gagnrýni ekki vott um mikinn skilning á nútíma vinnubrögðum.

Það er allt eins líklegt að fjöldi hópa og einstaklinga hafi verið að störfum hér og þar, og leyst hin og þessi verkefni og útreikninga.  Það er ekki lengur nauðsynlegt að fólk "komi saman" til að "vinna saman". 

Það kann einmitt að vera klókara að halda slíkum hópum utan kastljóss fjölmiðla, þannig gengur vinnan betur og umræðan fer ekki öll að snúast um "hverjir voru hvar". 

 

 


mbl.is Viðræður fram á kvöld og á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband