Lýðræði hér og lýðræði þar. Munurinn er 0.36%, en 216 þingsæti

Það er gjarna rætt eins og á Íslandi sé gríðarlegur skortur á lýðræði og það brýnasta framundan séu breytingar þar á.
 
Í því sambandi er oft fróðlegt að skoða fyrirkomulagið á lýðræði annars staðar.  Það þýðir auðvitað ekki að ekki sé þörf breytinga á Íslandi, en gott að velta því fyrir sér hvar Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði.
 
Nú er mikið rætt um nýafstaðnar þingkosningar á Ítalíu.  Þar vann bandalag vinstri/miðjuflokka undir stjórn Pier Luigi Bersani sigur í neðri deild þingsins.  Hlaut hreinan meirihluta þingsæta í neðri deildinni. 
 
En hvernig skiptust atkvæðin?
 
Jú, Bandalag Bersanis hluta 29.54% atkvæða.
Hægri/miðubandalag undir stjórn Berlusconis hlaut 29.18% atkvæða.
5 stjörnu flokkur Beppo Grillo hlaut 25.55% atkvæða og er stærsti einstaki flokkurinn.
Miðjubandalag undir stjórn Mario Montis núverandi forsætisráðherra (og gjarna talinn "frambjóðandi Evrópusambandsins) hlaut 10.56% atkvæða.
 
En hvernig skiptust þá þingsætin?
 
Bandalag Bersanis hlaut 340 þingsæti
Bandalag Berlusconis hlaut 124 þingsæti
5 stjörnu flokkurinn hlaut  108 þingsæti
Bandalag Montis hlaut 45 þingsæti.
 
Þó að aðeins hafi munað 0.36% á bandalagi Bersanis og bandalagi Berlusconis, þá tryggir Ítölsk kosningalög, að stærsti flokkurinn eða flokkabandalagið fái hreinan meirihluta í neðri deildinni áhæð atkvæðum.  Bandalag Bersanis hlýtur því sjálfkrafa 340 þingsæti.
 
Í efri deildina eru svo notaðir svipaðir útreikningar en þó fyrir hvert umdæmi (hérað) fyrir sig.  Þannig fær sá flokkur eða flokkabandalag sem er stærstur í hverju umdæmi sjálfkrafa í það minnsta 55% af þingmönnum þess svæðis.
 
Þar snerist dæmið við að því leyti að þar hagnaðist bandalag Berlusconis á reglunni, en atkvæði féllu á þessa leið.
 
Bandalag Bersanis hlut 31.36% atkvæða og 113 þingsæti
Bandalag Berlusconis hlut 30.72% atkvæða og 116 þingsæti
5 stjörnu flokkurinn hlut 23.79% atkvæða og 54 þingsæti
Bandalag Montis hlaut  9.13% atkvæða og 18 þingsæti.
 
Því má svo bæta við að reglur eru um að bandalög verði að fá lágmark 10% atkvæða til að fá þingmenn í neðri deild, flokkar innan þeirra verða ná í það minnsta 2%,  en einstakir flokkar verða að fá í það minnsta 4%.  Mörkin eru svo hærri  til að fá þingmenn í efri deildina. 
 
Þetta er ekki tæmandi um kosningareglurnar, en meiri upplýsingar má fá hér
 
Þessar reglur gefa flokkabandalagi sem hefur innan við 30% af greiddum atkvæðum, hreinan meirilhuta í neðri deild þingsins.
 
En þetta gefur vissulega kjósendum vitneskju um það hverjir koma til með að mynda ríkisstjórn eftir kosningar, sem er krafa sem oft hefur heyrst í umræðum á Íslandi.
 
Ég hygg að fáir Íslendingar myndu vilja skipta á þessu lýðræði og því Íslenska. 
 
 

mbl.is Pattstaða á ítalska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Takk fyrir þetta yfirlit. Ítalir höfðu búið við kraðak af smáflokkum sem ekki gátu komið sér saman um margt, svo sjaldan var hægt að mynda stöðugan meirihluta. Alþekkt er að ríkisstjórnir þar syðra entust sjaldnast árið. Því var brugðið til þessa ráðs. Tökum þó eftir hve kosningabandalögum er gert hátt undir höfði. Smáflokkarnir og ný framboð hafa þar með séns. Hitt er svo skiptingin í efri og neðri deild sem hér var lögð niður. Hún hefur þann tilgang að gera greinarmun á meirihlutalýðræði í neðri deild og fulltrúum héraða í efri deild. Hugmyndin er væntanlega líka að stofnanir ríkisins hafi eftirlit hver með annarri "checks and balances".  Í BNA hefur þannig hvert fylki einn fulltrúa í Senatinu óháð stærð. Þessi ítalska leið er ógegnsærri en sú ameríska. Öll kosningakerfi hafa kosti og galla. Íslenska kerfið er með uppbótarþingmönnum og úreltri kjördæmaskipan ekki endilega til fyrirmyndar. Málið er líkast til að reyna að endurskoða kosningakerfi reglulega áður en misvægi atkvæða keyrir úr hófi eins og hér á landi.

Sæmundur G. Halldórsson , 3.3.2013 kl. 22:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er það rétt að fæst ef nokkurn kosningakerfi er gallalaust, ég man alla vegna ekki eftir slíku í fljótu bragði.

Ég hugsa hins vegar að það hefðu oft heyrst hljóð úr horni, ef stærsti flokkurinn eða flokkabandalagið, í kosningum á Íslandi, fengi sjálfkrafa meirihluta.

En þetta fyrirkomulag, eins og reyndar einmenningskjördæmi, gefur oftast nær fyrirheit um "sterkari" ríkisstjórnir.

Það hefur þó ekki nauðsynlega verið raunin á Ítalíu, því oft getur kvarnast úr bandalögunum.

Þetta er hins vegar langt í frá að gefa jafnan atkvæðisrétt.

Kjósendur eru augljóslega ekki um of hrifnir af þessu kerfi, sem sést best á fylgi Grillos, sem er með sinn flokk utan bandalaga og er lang stærsti einstaki flokkurinn.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2013 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband