Stórtíðindi en litlar breytingar?

Það eru vissulega stórtíðindi þegar Steingrímur J. Sigfússon tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður VG.

En ég er ekki viss um að það þýði miklar breytingar.

Persónulega hef ég ekki trú á að það verði til þess að fylgishruni Vinstri grænna verði snúið við.

Ég sé einfaldlega ekki þann formann taka við VG, sem ætti að vera þess megnugur.   Hver ætti það svo sem að vera?

Fylgistap Vinstri grænna kristallast vissulega í Steingrími, enda hefur hann verið holdgervingur VG.  En fylgistapið kemur til vegna þess að svo mörgum kjósendum og fylgismönnum VG hefur þótt flokkurinn svíkja stefnumál sín og loforð, ekki hvað síst hvað varðar "Sambandsaðild".

Og hverjir af forystumönnum VG hafa ekki varið þau svik, nema þá Ögmundur?  Og ég sé hann ekki taka við sem formann.

Vissulega má það vera að það verði léttir fyrir VG að losna við "andlit IceSave samningana" sem formann, en ég hef ekki trú á því að um verulega fylgisaukningu verði að ræða.

En mér þykir ekki ólíklegt að þessi ákvörðun sé undanfari þess að Steingrímur hætti opinberum afskiptum af pólítik, líklega ekki svo löngu eftir kosningar.

Ég hef ekki trú að því að hann eiri sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. 

 

 


mbl.is „Hvergi nærri hættur í pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fari hann norður og niður þar sem hann á heima eftir svik sýn við þjóðina og kjósendur!

Sigurður Haraldsson, 16.2.2013 kl. 17:58

2 Smámynd: Sólbjörg

Steingrímur ætlar að láta á það reyna að læðast með veggjum og vonar að fólskuverk hans gegn íslensku þjóðinni gleymist. Hann er lafhræddur við Landsdóm.

Sólbjörg, 16.2.2013 kl. 20:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég mundi halda að hann Steingrímur ásamt fleirum hafi fulla ástæðu til að óttast Landsdóm, og ef rétt á að vera rétt og við Íslendingar ætlum að tryggja að svona gerist ekki svo glatt aftur auðveldlega þá verðum við að kalla eftir rannsókn á þessari stefnu sem Ríkisstjórnin tók, stefnu þar sem Þjóðinni var fórnað og ef það koma kærur út úr því þá verður svo að vera...

Málið fyrir okkur Íslendinga núna er að tryggja að allir viti að  svona látum við Íslendingar ekki koma fram við okkur án þess að refsing komi til....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.2.2013 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband