Völdu Íslendingar bestu leiðina?

Auðvitað má endalaust deila um það hvort að Íslendingar völdu bestu leiðina eða ekki.  Sjálfsagt verður það seint sem allir verða sammála um slíkt.

En ég tel að það sé alltaf að koma betur og betur í ljós, hvað ákvarðanir Íslendinga voru í það minnsta góðar, við afar erfiðar aðstæður og undir gífurlegri pressu.

Það ber einnig að hafa í huga að við kringumstæður eins og ríktu á Íslandi á haustmánuðum 2008, er nokkuð góð ákvörðun tekin strax, oft betri en "fullkomin" ákvörðun tekin nokkrum dögum eða vikum síðar.

Æ fleira bendir til þess að Íslenska ríkisstjórnin hafi staðið sig vel.  Tekið ákvarðanir sem voru nokkuð réttar og sem mynduðu betri heild en aðrar leiðir sem voru í stöðunni.

Það er fyllsta ástæða til þess að gefa þessu gaum og halda til haga.

Í þessu ljósi er síðan ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna núverandi stjórnvöld lögðu á það svo ríka áherslu að sækja Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra til saka. 

Hvað bjó að baki þeim pólítísku réttarhöldum? Og hvernig var staðið að atkvæðagreiðslunni á Alþingi.

Það er ekki síður ástæða til þess að velta fyrir sér þeim ákvörðunum sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið að.  Ekki hvað síst eftir að samstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn lauk.

Skyldu þær þykja jafn skynsamar?

 

 


mbl.is Fórum bestu leiðina eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband