"Ranghugmyndir" skulu kæfðar í fæðingu

Forvirk starfsemi á netinu.  Auðvitað þarf að "temja" þessa nýju tækni.  

Frelsið er ekki bara yndislegt heldur getur verið fjandsamlegt ríkjandi valdhöfum og skoðunum þeirra.

Slíkt þarf að "leiðrétta" strax.

Umræða án eftirlits er hættuleg og getur afvegaleitt þá sem eru "veikari fyrir".  Til dæmis börn og unglinga.

Því erfiðari sem staða margra valdhafa verður, því meiri áhersla er oft lögð á áróður og hugsanamótandi "eftirlit".  Þess má víða finna dæmi í sögunni.

En sem betur fer eru slíkar aðgerðir æ erfiðari eftir því sem tækninni í samskiptum hefur fleygt fram.  Upplýsingar finna sér nýja og nýja farvegi.

Ég hef ekki stórar áhyggjur af því að "Sambandinu" takist að hefta umræðu um galla þess og það sem miður og aflaga fer hjá því.  

En ég hef áhyggjur af því hugarfari sem þarna kemur fram.

Því stóra spurningin er, hver ákveður hvað er rétt og hvað er rangt?  Hvar þarf að grípa inn í og hvar ekki? Hvaða umræðu er þörf að á vinna á móti?

Það að "Sambandið" skuli ætla að fara að ráða "tröll" í vinnu við að "stjórna" umræðunni og beina henni í réttan farveg, er slæm tilhugsun.  En að ýmsu leiti því býsna týpiskt viðbragð af hálfu "Sambandsins".

Því máttarstólpar "Sambandsins" eru gjarnan þeir sem "vita betur".  Þeir sem "vita betur" en almenningur hvað honum er fyrir bestu.  Þeir sem vilja fara að vilja almennings eru "ómerkilegir popúlistar".

Og njóti þeir sem "vita betur" ekki hylli almennings, sannar það þá ekki einmitt það, að þeir "viti betur"?

Það eina sem vantar til að þeir sem "vita betur" njóti stuðnings almennings er að hann sé uppfræddur og umræðan sé "rétt".

Það er einmitt það sem "Sambandið" ætlar að gera nú.

P.S.  Stundum þegar ég er að þvælast á netinu, hef ég það á tilfinningunni að "beta útgáfa" af þessari herferð "Sambandsins" sé í gangi á Íslandi.

En þar á jú einmitt að eyða einhverjum hundruðum milljóna til þess að leiðrétta "ranghugmyndir" og fá almenning til þess að fylgja þeim sem "vita betur".

 

 


mbl.is Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband