Af hyski, ræflum og bjánum

Það er hið besta mál að beðið sé afsökunar á því að nota orð eins og hyski í pólítískri samræðu.

Þetta er þó langt frá því það versta sem heyrst hefur undanfarin misseri, en alger óþarfi að grípa til slíks orðbragðs eigi að síður.

Viðkomandi einstaklingur er maður að meiri að biðjast afsökunar.

En þetta er því miður nokkuð í stíl við hvernig umræðan á Íslandi hefur þróast á undanförnum árum.

Ýmsum þykir sem þeir tali best sem noti stærst og grófust orðin. Þeir sem kalla þá sem eru þeim andstæðir, ræfla, bjána, þykja tala "tæpitungulaust" og vera býsna töff.

Það er slík framkoma sem á stóran þátt í því að grafa undan virðingu og trausti á stjórnmálastéttinni, þó að fleira komi vissulega til.

Hitt er svo að sjálfsagt er að sækja fast að andstæðingum sínum, en kurteisi setur engin takmörk þar á. Þvert á móti getur farið svo, rétt eins og í tilfellinu með borgarstjórann, að stóru orðin fái alla athyglina og engin umfjöllun verði um efnisatriðin.

Þá tapa allir.

P.S. Þó að orðið hyski sé dregið af orðinu hús og hafi upprunalega haft jafn sakleysislega merkingu og heimilisfólk, þá hefur merking þess orðið niðrandi með tímanum.

Í dag er merkingin líklega í átt við, skríll, ómerkilegt fólk og orðið er stundum notað sem þýðing fyrir enska orðið trash. White trash væri þá þýtt sem hvítt hyski.

Hvort að orðnotkun á við ómerkilegir stjórnmálamenn, hefði ekki átt betur við i þessu tilfelli, er gott að velta fyrir sér, en þar dæmir hver fyrir sig.

Þess má að lokum til gamans geta, að Hyski þekkist vel sem ættarnafn í A-Evrópu, sérstaklega Póllandi.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt að menn eiga að temja sér gott orðbragð í pólitískri umræðu. Sem betur fer hefur þó enginn gengið jafn langt og einn þingmaður VG, sem tvisvar hefur farið niðrandi orðum um Forsetann, í ræðustól Alþingis. Þar gat sá sem var níðst á ekki svarað fyrir sig, andstætt því sem Gnarr gat þó gert á fundinum.

En það er nú svo að orðbragðið er ekki alltaf eins og best verður á kosið, í pólitískri umræðu. Þetta er ekkert séríslneskt fyrirbrigði, öllu heldur viðurkennt á heimsvísu. Því ættu allir þeir sem velja sér það hlutkesti að vera í forsvari á pólitískum vettvangi, að vera viðbúnir slíku. Gnarr getur ekki ætlast til að fá eingöngu klapp, þó hann komi úr skemmtanageiranum. Pólitík er sjaldnast skemmtun, þó stundum taki hún á sig undarlega mynd.

Svo má líka spyrja hvort er meiri vanvirðing, að hundsa athugasemdir og böðlast áfram í einhverri pólitískri "réttsýni", eða skammast yfir því sem talið er rangt gert.

Hvort kalla megi meirihluta borgarstjórnar hyski skal ósagt látið, en ljóst er að mörgum finnst svo. Það má svo sem sleppa slíku ummælum á opinberum fundi, enda ætti ekki að vefjast fyrir neinum að gagnrýna störf borgarstjórans, án þess.

Gunnar Heiðarsson, 31.1.2013 kl. 12:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get alveg tekið undir það sem þú segir Gunnar.  Ég er líka sammála því að vissulega verða stjórnmálamenn að hafa skráp sem getur staðið af sér smá ágjöf, en ekki haga sér eins og "dramadrottningar".

Ég held hins vegar að flest okkar hafi einhverntíma verið stóryrtari en ástæða er til og það er full ástæða til þess að reyna að "kurteisisvæða" umræðuna.

Það er öllum til hagsbóta.

Líttu á fundinn í Grafarvogi.  Hvað ætli margir hafi hugmynd um hvað var rætt á fundinum?  En því sem næst allir vita að borgarstjóri og meirihlutinn var kallaður hyski.

Það var auðvitað ekki markmið þess sem því orðbragði beitti.  En hann er maður að meiri að biðjast afsökunar.

Hinu má svo líka velta fyrir sér hvort að borgarstjóri hafi ekki sýnt umtalsverð pólítísk klókindi með því að snúa umræðunni á þennan veg?

En ég hvet alla til að sýna kurteisi, þó að sjálfsagt sé að sýna pólískum andstæðingum sýnum ákveðna hörku.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2013 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef grun um að sú staðreynd að maðurinn var formaður sjálfstæðisfélgsins í hverfinu hafi haft allt um það að segja hver viðbrögðin urðu. Ef einhver almennur og titillaus íbúi hefði sagt þetta, þá hefði ekki heyrst múkk.

Þetta upphlaup er algerlega pólitískt og ætlað til heimabrúks fyrir vinstrimenn í eftirmála annars ónefnds máls sem of erfitt er að tala um.

Spin, spin, spin.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2013 kl. 04:44

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það geti verið mikið til í því Jón Steinar (þó að mig minni að hann hafi eingöngu verið sjtórnarmaður, það skiptir ekki miklu).

Það er staðreynd í Íslenskri fjölmiðlaflóru, að víðast hvar getur það haft áhrif til hins verra.

Þeim mun ríkari ástæða fyrir Sjálfstæðismenn að gefa ekki höggstað á sér og láta málefnið týnast sökum þess að gripið var til tvíeggja orða.

En ég held að allir græði (og geti þá grillað meira á kvöldin lol) ef stjórnmálasamræðan verði kurteisari hvað orðfærið varðar.  Hún getur verið alveg jafn hörð  fyrir því.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2013 kl. 06:45

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

G.Tómas ég er sammála þér, kurteisi er mikilvæg og ágætt að hafa það á bakvið eyrað að kurteisi kostar ekki neitt en dónaskapur getur orðið æði dýrkeyptur, varðandi Sigurð þá er hann stjórnarmaður og hefur aldrei sýnt annað en kurteisi svo það hlýtur að hafa verið rík ástæða fyrir því að reiðin kom og orð þessi féllu, það að það skuli hvergi vera rætt um ástæðuna fyrir því að orð þessi féllu er leiðinlegt...

Orðið hyski hefur merkingu eins og þú segir um heimilisfólk-fjölskyldu og það er ekki það versta sem hægt að láta kalla sig... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.2.2013 kl. 07:49

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingibjörg.  Það verður öllum á mistök og eins og ég sagði þá held að að það hafi komið fyrir flest okkar að grípa til "stærri" orða en átt hefði við, einhvern tíma á lífsleiðinni.

En eins og þú kemur réttilega inn á, getur það einmitt orðið til þess, eins og gerðist nú, að málefnið hverfur í skuggann og er ekki rætt.

Þannig tapa allir.

En Sigurður er maður að meiri að hafa beðist afsökunar.  Það mættu margir taka sér til fyrirmyndar.

G. Tómas Gunnarsson, 1.2.2013 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband