Full þörf á því að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna víki. Alþingismenn standi upp og verði taldir

Líklegast þykir ýmsum sem svo að það sé óþarfi að ríkisstjórnin víki nú, svo stuttu fyrir kosningar.

Sem betur fer er nú ekki nema um 3. mánðuðir þangað til kosið verður.

Auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að segja af sér fyrir löngu.  Ríkisstjórn sem þjóðin gerir afturreka í tvígang með mál sitt, hefði auðvitað átt að segja af sér þá þegar.  

Auðvitað er full þörf á því að ríkisstjórn sem leggur fram frumvarp um mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar og ráðherra líkir við bílslys, fari frá.

Það er full þörf á því að ríkisstjórn sem telur það sitt mikilvægast verk nú á Alþingi, að umbylta stjórnarskránni, án sómasamlegs undirbúnings, fari frá.

Nú tala flestir á þann veg að fyrirsjáanlegt sé að Ísland geti ekki, eða í það minnsta komi til með að eiga í erfiðleikum með, að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar á komandi árum.

Getur verið eitthvað mikilvægara í Íslenskum stjórnmálum en að finna leiðir við þeim vanda?

Það þarf að ræða hvernig Íslendingar ætla að bregðast við þeim vanda.

Hverjar eru tillögurnar til að auka fjárfestingu?  Hverjar eru tillögurnar til að auka erlenda fjárfestingu?  Er hægt að auka gjaldeyristekjur Íslendinga?

Hvað hefur verið gert undanfarin 4. ár til að bregðast við þessum vanda?

Það er óvíst hvort að vantraust verður lagt fram eður ei.  Það er líka alls óvíst hvort að það verði samþykkt eður ei.

Þegar að slíkum atkvæðagreiðslum kemur á hver þingmaður það við sig, hvort hann telur rétt að ríkisstjórnin starfi áfram eður ei.

En ég held að það gæti verið gott að alþingismenn "standi upp og verði taldir".  Það er gott fyrir kjósendur að sjá og vita hvaða þingmenn það eru sem standa að baki ríkisstjórninni. 

Hverjir þeirra telja að hún sé að vinna það gott verk að hún verðskuldi að sitja áfram.

Eins og er ekki ljóst hvaða þingmenn standa að baki stjórninni.


mbl.is Vantraust í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband