Íslendingar snæða IceSave hákarlinn á Þorranum

Það hefur ríkt almenn gleði á meðal Íslendinga síðan að IceSave dómurinn var birtur í gær.  Það er að vonum. 

Kjósendur á Íslandi sýndu hugrekki með því að fella IceSave samninga í tvígang.  Ég segi hugrekki því að vissulega var pressan á þá að segja já gríðarleg.   Sérstaklega var umfangsmikil og hörð áróðursherferð keyrð fyir IceSave III samningunum.

 Það er full þörf á því að þessari sögu sé haldið til haga.  Það væri óskandi að sagan yrði öll skráð á bók.

Áróðursherferðin, sem að hluta til var skipulögð af stjórnvöldum,  spilaði á ótta og tilfinningar.  Kúba og Norður Kórea komu þar við sögu.  Útskúfun og efnahagslegt öngþveiti og svo þar fram eftir götunum.

Í fyrra þjóðaratkvæðinu gengu ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherra svo langt að tala um marklausar kosningar og hundsuðu þær.

Er hægt að leggjast öllu lægra?

En IceSave hákarlinn dugði ekki til að hræða meirihluta Íslenskra kjósenda til hlýðni.  

Á Þorranum snæða Íslendingar hákarl, nú sem endranær.IceSave Shark

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála pistlinum þínum, Tómas.

Athyglisvert þetta með hákarlsauglýsinguna; ætli Áfram hópurinn hafi ekki haft sálfræðina sína á hreinu?  

Venjan er nefnilega á Íslandi að menn borði hákarlinn en ekki öfugt...

Kolbrún Hilmars, 29.1.2013 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband