Að allir hafi reynt að gera sitt besta með hagsmuni Íslands að leiðarljósi

Það er eitt af meginstefum varnar ríkisstjórnar Samfylingar og Vinstri grænna hvað varðar afstöðu hennar í Iceasve málinu, að allir hafi verið að reyna gera sitt besta með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.

Ég ætla ekki að halda því fram að svo sé ekki.  Þar verða allir að dæma fyrir sig.

En hitt er rétt að halda til haga, að slíkur vafi var nákvæmlega það sem margir þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Fylkingarinnar, sumir þingmenn Framsóknarflokksins  neituðu að viðurkenna í máli Geirs Haarde.

Þar treystu þeir sér til að benda á hinn seka.

Í dag, var staðfest enn og aftur, hve góð og hve sterk Neyðarlögin voru.  Hve gott starf ríkisstjórn Geirs Haarde vann, undir gríðarlega erfiðum aðstæðum.

En í dag tala ráðherrar um að ekki sé rétt að leita að sökudólgum.

Hér er færsla sem ég skrifaði um Landsdómsmálið árið 2011.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það að Geir gyrti vel í brók eftir Hrun!

Undarlegt er þetta með Steingrím J., segist hafa verið viss um óréttmæti Icesave krafna og reyndi svo að leiða þjóðin undir ok þeirra, svo sagðist hann vera alfarið á móti ESB og í beinu framhaldi af því, sækir um aðild!

Einvhern tíman labbaði hann þvert yfir landið, frá Reykjanestá að Langanesfonti, hefur örugglega sagst ætla að labba frá Langanesfonti að Reykjanestá :-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband