Shandy í bjórlausu landi? = Malt og appelsín?

Á þessum tíma árs má oft sjá vangaveltur um hvaðan siðurinn að blanda saman malti og appelsíni sé upprunnin og hvar þetta hafi allt byrjað.

Án þess að ég sé í nokkurri aðstöðu til að fullyrða um uppruna þessa skemmtilega siðar, þá leyfi ég mér að efast um að uppruni hans sé jafn rammíslenskur og margir telja.  Það er nefnilega með þessa blöndu, eins og svo margt annað sem oft er talið "sér íslenskt", að til eru til svipaðir og mun eldri erlendir hlutir eða siðir.  

Þannig þekkist drykkjarblandan "shandy" víða um heim, er líklega þekktust á Bretlandseyjum, þar sem hún á líklega uppruna sinn (um það ætla ég þó ekki að fullyrða).

Blandan samanstendur líkt og malt og appelsín, af tveimur drykkum, bjór og sítrusgosi.  Hvað algengast er að blanda saman bjór og límonaði, eða eins og algengt er í dag, bjór og 7Up.  En einnig mun það vera algengt að blanda saman bjór og appelsínulímonaði.

Í Kanada er stundum talað um "Black shandy", eða "Guinness Shandy", sem er blanda af hinum geðþekka Írska mjöð og sítrónugosi.

Eins og áður sagði þætti mér ekki ótrúlegt að malt og appelsín sé einfaldlega Íslenskt afbrigði af shandy, sem einhver á Fróni hefur kynnst erlendis og varð að aðlaga Íslenskum bjórlausum aðstæðum.

En þetta er bara tilgáta.

En fyrir þá sem vilja fræðast örlítið um shandy, bendi ég á þess wikpedia síðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband