Fluttir að heiman?

Ég held að það sé vonum seinna að Björt framtíð sé að átta sig á því að það sé ef til vill ekki vænlegast til árangurs í komandi kosningum að fylgja öllum stefnumálum Samfylkingar og skilja sig hvergi frá ríkisstjórninni.

Þó skal ég fúslega viðurkenna að þessi yfirlýsing kemur mér nokkuð á óvart, en þó á nokkuð skemmtilegan hátt.

Ég er alveg sammála þeim félögum um að þó að megi færa rök fyrir því að hækka virðisaukaskattsprósentu á ferðaþjónustuna, þá er ekki sama hvernig og með hvaða fyrirvara er staðið að málinu.

Það er óskandi að þetta verði upphafið að því að Björt framtíð skilji sig frekar frá ríkisstjórnarflokkunum og móti sér sjálfstæða stefnu, það er eina leiðin til að ná árangri.

En það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig málalyktir verða í þessu.  Hvað stendur ríkisstjórnin hörð á sínu?  Mun Björt framtíð fella fjárlagafrumvarpið og ríkisstjórnina ef þetta verður ekki dregið til baka?

Eða er þetta einfalt "trikk" til að búa sér til vígstöðu og ná í atkvæði?

En það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar.

 

 


mbl.is Styðja ekki 14% skatt á ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar heimilisfangið þitt gamli  ...sendu póst.

Sigurður Aðiils (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband