Seðlabankastjóri sóttur úr "Samveldinu"

Ég hafði í sjálfu sér ekki velt skipun seðlabankastjóra Bretlands mikið fyrir mér. En skipunin kemur á óvart en virkar um leið ákaflega skynsamleg.

Seðlabanki Kanada hefur verið á skynsamlegum nótum undanfarin ár og er fjármálaverkið Kanadíska traust og hefur verið haldið utan um það af skynsemi.  Þess vegna hafa margir horft til Kanada undanfarin misseri. 

Hvort að þessi skipan þýði að Bretar hafi áhuga á því að færa fjármálakerfi sitt nær því sem er í Kanada er ekki rétt að fullyrða á þessari stundu, en þó held ég að óhætt sé að segja að skipanin sé yfirlýsing um að festa sé ofarlega á óskalistanum.

Einhverjir myndu líka freystast til að túlka þessa skipan í þá átt að Bretar vilji á ný styrkja Samveldistengslin, sem hafa látið verulega á sjá undanfarna áratugi.  Það er enda ekki síst til Samveldisins sem margir Bretar vilja horfa, takist þeim að endurheimta meira vald frá Brussel eða ef þeir kjósa að segja sig úr "Sambandinu".


mbl.is Nýr bankastjóri kemur frá Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband