Verður þetta að stjórnarskrárbroti?

Ég rakst á eftirfarandi frétt á vef RUV. Í henni er sagt frá bágri stöðu útigangsmanna í Reykjavík og nágrenni.  Þeir virðast telja m.a. að þeim sé ekki séð fyrir mannsæmandi húsnæð.

Málefni sem þessi eru yfirleitt ekki auðveld viðureignar né úrlausnar.

Samstarf á milli þeirra sem þurfa aðstoð og þeirra sem veita hana er misjafnt og skilyrði sem sett eru fyrir aðstoð þykja ekki alltaf aðgengileg.

En hvenær aðstaða og líf útigangsmanna eru mannsæmandi, eða hvenær líf þeirra telst lifað með fullri reisn, eru ábyggilega misjafnar skoðanir á.

Í tillögum að nýrri stjórnarkrá stendur:

 8. gr.
Mannleg reisn.
Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í
hvívetna.

Ef þetta væri í gildi nú, væri Reykjavíkurborg að brjóta stjórnarskránna með því að neita útigangsmönnum um "mannsæmandi" húsnæði?  Er það ekki einn af grunnþáttum þess að geta lifað með reisn?

Eða eins og útgangsmaðurinn segir í fréttinni:

Að þeir komi meira til móts við okkur og útvegi okkur mannsæmandi húsnæði. Á borgin ekki nóg af íbúðum? Og af hverju getum við ekki fengið íbúð?

 

Eins og ég hef áður sagt, bjóða "víð" ákvæði í stjórnarskrá,  um "teygjanleg" hugtök  heim mörgum hættum.

 

Hér er frétt RUV í heild sinni.

 

Málefni útigangsfólks hafa verið nokkuð ofarlega á baugi undanfarið en viðunandi úrræða er þörf í velferðarkerfinu að mati þeirra sjálfra.

Daglegt líf þeirra sem eru heimilislausir snýst um nokkra fasta viðkomustaði. En aðstöðuleysi fyrir heimilislausa í borginni hefur verið gagnrýnt. Veikir fíklar í neyslu eiga þess kost að koma síðdegis í gistiskýlið við Þingholtsstræti og dvelja þar til morguns.

„Ég kem þangað bara til að sofa og horfa á sjónvarpsþátt og búið. Síðan er ég farinn út,“ segir útigangsmaðurinn Svenni. Hann segir að erfitt sé að sofa í gistiskýlinu því aðstæður þar séu ekki góðar. Hins vegar sé það betra en að sofa úti. Stundum sé mönnum úthýst. Svenni segist þá þurfa að leita sér að skjóli úti við, annað sé ekki í boði. „Menn hafa farið upp á löggustöð. Fengið að sofa í klefa,“ segir hann.

„Maður þarf helst að taka svefntöflu til að geta sofið. Fjórir menn í herbergi, einn hrýtur og annar er alltaf að bylta sér í einhverju útjöskuðu sjúkrarúmi með plastlaki. Þá sefur maður ekki mikið,“ segir Svenni.

Hann segir að Velferðarsvið borgarinnar hafi ekki staðið sig nægilega vel og vildi gjarnan sjá þar tekið til hendinni. „Að þeir komi meira til móts við okkur og útvegi okkur mannsæmandi húsnæði. Á borgin ekki nóg af íbúðum? Og af hverju getum við ekki fengið íbúð? Við erum veikir einstaklingar og við þurfum eitthvað annað búsetuúrræði en þarna,“ segir hann.

 

P.S.  Til að enda þetta á léttari nótum, minnist ég hér í eftirskrift á túlkun eins kunningja míns á þessari grein tillagna stjórnlagaráðs.  Hann vildi sem sé meina að hún myndi skylda hið opinbera til að sjá öllum fyrir Viagra eftir óskum hvers og eins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í

hvívetna."

Nei. Sko:

"Réttur" er ekki sama og "skylda." Svo menn mega lifa eins og dýr langi þá til.

Og að vera róni er vissulega partur af margbreytileika mannlífs - væri menning okkar frábrugðin og fátækari án þeirra.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2012 kl. 16:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alveg sammála því Ásgrímur, að réttur er ekki sama og skylda, það er líklega erfitt að skylda alla til að lifa með reisn.

En ef þeir sem lifa á götunni, krefjast "mannsæmandi" íbúða eins og kemur fram í fréttinni, hvað þá?

Eru þeir þá ekki að krefjast réttar síns til að lifa með reisn?

Væri Reykjavíkurborg að brjóta stjórnarskránna ef hún neitaði þeim um það?  Þ.e.a.s. ef tillögur stjórnlagaráðs yrðu að stjórnarskrá.

G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2012 kl. 16:50

3 identicon

Það má benda á að 9. gr. leggur þá skyldu á herðar ríkinu að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband