Úr einni fylkingu í aðra

Ég get ekki tekið undir það sem ég hef séð í fjölmiðlum að þessi vistaskipti komi á óvart.  Vissulega ekki óumflýjanleg, en samt eins og eðlieg framvinda.

Hann er enda þröngt setinn framboðsbekkurinn hjá Samfylkingunni og næsta víst að þar munu margir þingmenn þurfa að finna sér annan starfa, hvort sem þeim verður hafnað í prófkjörum eða kosningum.

Það er því einfalt og þægilegt að flytja sig yfir til "systurflokks" Samfylkingarinnar.  Ekkert breytist í raun, stefnumálin eru þau sömu og flokkurinn styður ríkisstjórnina, nú sem endranær.  Ég hef áður sagt það að mér finnst Björt framtíð vera eins og óþægilegt og óþarft bergmál af Samfylkingunni.

Ég veit ekki hvort rétt sé að segja að líkur á þingsæti fyrir Róbert minnki, en þær aukast ekki heldur.  Líklega verður hann utan þings í báðum flokkum.   En því ræður auðvitað "kæri Jón á bolnum" og hvernig hann nýtir atkvæði sitt.

P.S. Læt hér fylgja með lag með Eistnesku hljómsveitinni Kuldne Trio, en það heitir Mina Olen Robert, eða Ég er Robert.  Þeir sem hlusta á lagið, þekkja líklega margir hverjir hið geðþekka lag Þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk, We Are The Robots.  Hér í annari útsetningu með Eistneskum texta.  Hrein snilld.

 


mbl.is Róbert til liðs við Bjarta framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má nú alltaf reyna, ef maður hefur ekki bjarta framtíð í Samfylkingunni,  má allavega reyna að halda sér í Bjarta framtíð svona í orðanna hljóðan. Takk annars fyrir músikina, þetta er skemmtileg útgáfa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2012 kl. 01:13

2 identicon

Heill og sæll.

Margt athyglisvert hefur þú skrifað, Tómas, en þetta er með því hallærislegasta sem ég hef lesið hjá þér. Mér finnst alveg ótrúlegt að viti bornir menn sem hafa búið í útlöndum þetta lengi detti niður á þetta fáránlega sjálfstæðismannaplan - eins ömurlegt og það er nú. Þú getur betur en þetta.

Jón Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 04:52

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má sjálfsagt deila um það hvort að ég geti betur en þetta, Jón Haukur.

En það hefur vakið athygli mína, héðan þar sem ég fylgist með Íslenskum stjórnmálum hvernig flokkur eins og Björt framtíð kemur sér fyrir á "sviðinu".

Eins og fyrrverandi flokksbræður þeirra Guðmundar (þar tala ég um flokksbræður hans síðan hann var í Samfylkingunni) og Róberts hafa sagt, þá er ekki um neinn málefnalegan ágreinin að ræða.

Stefnumálin eru enda næsta lík og Björt framtíð virðist þess nokkuð fullviss að betri ríkisstjórn en sú sem nú situr við völd sé ekki í boði (nema ef til vill að Björt framtíð ætti 1 eða 2 ráðherra).

Því liggur nokkuð beint við að velta því fyrir sér til hvers flokkurinn er stofnaður?  Hverju ætla flokksmenn að reyna að ná fram sem þeir telja útilokað að ná fram í Samfylkingunni?

Hvar skilur á milli og er það svo mikill ágreiningur að þörf sé á og talið sé til bóta að stofna nýjan flokk um þau málfefni?

G. Tómas Gunnarsson, 12.10.2012 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband