Ef aðeins verð er látið ráða....

Þessi frétt á vef RUV vakti athygli mína.  Þar ver verið að fjalla um bóhaldskerfið sem Skýrr/Advania hefur sett upp hjá Ríkinu.

Það var þessi setning sem vakti sérstaka athygli mína:

Lágt verð Skýrr réði úrslitum um að tilboði þeirra í fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkið var tekið, en ekki boði Nýherja. Nýherji þótti hins vegar bjóða upp á betra kerfi og vera hæfari til að standa við tilboð sitt.

Lykilatriði í þessari setningu er að mínu mati...  "og vera hæfari til að stand við tilboð sitt".  En hins vegar virðist verð vera yfirgnæfandi þáttur í ákvörðunartökunni.

En það er eitt að geta boðið lágt verð, en annað að vera metinn síður hæfur til að standa við það.  Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf ódýrast til lengri tíma litið að kaupa það sem kostar minnst í upphafi.

Gamla slagorðið "Það besta er ódýrast" á við býsna mörgum tilfellum.

Það hljómar ekki vel í mínum eyrum að taka tilboði sem býður upp á verri lausn og tilboðsaðilinn er metinn síðri í að geta staðið við tilboðið.

Er ekki grundvallaratriði að tilboðsaðili sé metin fullkomlega hæfur til að standa við tilboð?

Það er ekki mikil kúnst að koma með lág tilboð, ef ekki er gerð krafa um að staðið sé við þau.  Ef endalaust er hægt að koma með aukareikninga og leggja aukakostnað á verkkaupa.

Að kaupa síðari vöru af aðila sem er metinn síður líklegur til að geta staðið við tilboð sitt.  Þarf að segja meira.

P.S.  Það er auðvitað rétt að það komi fram hér að ég er fyrrverandi starfsmaður Nýherja, en hafði þó horfið til annara starfa þegar þetta gerðist og kom ekkert nálægt SAP (nema sem notandi) eða útboðsgerð þessu tengdu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband