Brynjar á Alþingi?

Ég held að það væri mikill fengur fyrir Íslendinga ef Brynjar Níelsson yrði kosinn til setu á Alþingi.  Fyrst þarf hann þó að ná góðum árangri í prófkjöri og er vonandi að Sjálfstæðifólk veiti honum þar stuðning sinn.  Ég held að það yrði flokknum heilladrjúgt.

Það eina sem ég þekki til Brynjars er það sem ég hef lesið eftir hann og séð haft eftir honum í fjölmiðlum.  Vissulega er ég ekki sammála öllu sem ég hef séð, en mér líkar heildarmyndin.

Brynjar er ófeiminn við að tjá skoðanir sínar og ganga gegn hinni "pólítísku rétthugsun".  Þorir að tjá sig, þó hann geri sér líklega ljóst að skoðanir hans eru ef til vill ekki vænlegar til vinsælda.

Ég held að þörf sé á slíkum einstaklingum á Alþingi.

Því óska ég Brynjari góðs gengis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og vona að Sjálfstæðisfólk taki honum vel.

 


mbl.is Brynjar Níelsson gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband