Frosti á Alþingi?

Ég hygg að það sé verulegur fengur af þvi fyrir Framsóknarflokkinn að Frosti Sigurjónsson hafi ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Reykjavík í komandi kosningum.  Ef vel tekst til getur það orðið fengur fyrir Íslendinga alla.

"Sambandsandstæðingur" og einstaklingur sem óhræddur er við að halda á lofti rétti Íslands og Íslendinga er kærkomin viðbót á Alþingi eins og staðan er í dag.  Þar hafa "Sambandsandstæðingar" ekki verið í réttu hlutfalli við skoðanir almennings.  Það vonandi breytist í næstu kosningum.

Ekki er síðra að á Alþingi setjist einstaklingur sem er vanur bæði rekstri stórra fyrirtækja sem og að koma nýsköpun á koppinn.

Þessi tilkynning kom mér á óvart, en það sem hefur ekki komið mér síður á óvart í dag er sú umræða sem upphafist hefur á vefmiðlum og bloggsíðum sem ég hef séð.

Strax upphefst kapphlaup pólítískra andstæðinga um að nota sem "stærst" orð, gífuryrði og niðrandi ummæli.

Það verðist helst í tísku nú um stundir hjá stuðningfólki núverandi ríkisstjórnar að kalla alla öfgamenn, sem ekki eru þeim sammála og vilja gangast undir yfirráð "Sambandsins".  Frosti fær sinn skammt af þeirri umræðu "strax í dag" eins og Steinka Bjarna orðaði það.

Slík umræða sýnir ekki eingöngu í hvílíkt öngstræti pólítísk umræða á Íslandi er komin, heldur einnig fátæklega málefnastöðu og örvæntingu stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar og "Sambandsaðildar".

Ég held að með innkomu einstaklinga eins og Frosta gæti slíkt horft til betri vegar.

Því vona ég að Framsóknarfólk í Reykjavík veiti Frosta gott brautargengi.

 

P.S.  Á þem tímum að krafan er að allt sé uppi á borðum, er rétt að upplýsa að ég hef engin tengsl við Frosta Sigurjónsson.  Hann var þó forstjóri Nýherja þegar ég vann þar í nokkur ár seint á síðustu öld.  Þar má finna eina ástæðu þess að ég óska honum góðs gengis.

Við Framsóknarflokkinn hef ég engin tengsl og hef aldrei haft.

P.S.S. Þetta er líklega þriðja bloggfærslan mín í dag um framboðsmál Framsóknarflokksins.  Það er ótrúlegt, en nú er mál að linni :-)


mbl.is Frosti vill leiða Framsókn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er þetta ekki bara hið besta mál.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.9.2012 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband