Tímabundnir skattar?

Það er velþekkt að "tímabundnir" skattar hafa tilhneigingu til að staldra lengi við, eða hreinlega festast í sessi.  Það er allt of sjaldgæft að skattar séu felldir niður, ef þeim hefur einu sinni verið komið á.

En ef til vill er lykilsetningin í þessari frétt þar sem segir:  ... yrði væntanlega endurskoðaður strax og fjárhagur Frakklands væri aftur kominn á rétt ról og farið væri að sjá fram á tekjuafgang.

Það eru nefnilega hartnær 40 ár síðan Frönsku fjárlögin voru síðast með tekjuafgangi.  Það var annað hvort árið 1973 eða 4. 

Það verður að teljast afar líklegt að þeir launaháu Frakkar sem hafa ekki þegar gert ráðstafanir til þess að koma launum sínum undan fyrirhugaðri ofurskattlagningu, séu í óða önn við að gera það nú.

Því er líklegt að hinn fyrirhugaði skattur skili litlu, eða minnki jafnvel tekjur Franska ríkisins. 

Það er ekki eins og það sé skortur á möguleikum í nágrenni Frakklands.  Það nægir að nefna Monakó, Luxemburg og svo Ermasundseyjarnar.

Því miður virðist Hollande ætla að keyra á gömlum sósíalista/kommúnista lausnum, það boðar erfiða framtíð fyrir Frakkland. 

Það boðar líka erfiða framtíð fyrir "Sambandið", það er ekki endalaust hægt að bæta við þjóðum á spena neyðarsjóðanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband