Lausnir bjúrókratanna

Það er ekkert nýtt að bjúrókratar telji lausn vandamálanna fólgin í því að bjúrókratar hljóti aukin völd.  Það er ekkert nýtt að bjúrókratar vilji auka miðstýringu, stefna að því að sem flestir þræðir mann og efnahagslífsins liggi í gegnum þeirra eigin skrifborð.

Þess vegna eru lausnir þeirra við vandamálum Evrópusambandsins, "meira Evrópusamband", lausnir þeirra við skuldavanda er aukin skuldsetning, fleiri neyðarfundir, meira stjórnlyndi, meira bákn.

Rétt eins og lausnir á vanda Sovétríkjanna voru "meiri Sovétríki", meiri sósíalismi,  meira eftirlit, stífari landamæragæsla, meira helsi borgaranna, meiri "samhæfing" "lýðveldanna".

Það er alltaf haldið dýpra ofan í holuna.

Það má aldrei stíga afturábak, aldrei viðurkenna mistök, mantran er að það þurfi meira af því sama.  Gorbachov sneri við blaðinu, þá er hugsanlegt að stíflan bresti og atburðarásin getur orðið svo hröð að ekki ræðst við neitt.

Þannig er það sömuleiðis með euroið.  Þó að u.þ.b. 30% af þeim ríkjum sem standa að euroinu hafi þurft að sækja um fjárhagsaðstoð (og jafnvel von á fleirum) þá eru snúast lausnirnar sem bjúrókratarnir vilja heimila umræður um, auðvitað um "meira euro" en þó umfram allt fleiri euro.

Evrópusambandinu lýsti Íslenskur forsetaframbjóðandi sem brennandi húsi.  Bjúrkratarnir tala ekki um að slökkva eldinn, þeir tala hins vegar um að byggja nýjar álmur og laga girðinguna.  Össur Skarphéðinsson segir síðan að Íslendingar gefi batteríunu "heilbrigðisvottorð" með umsókn sinni.  Hann á líklega enga ósk heitari en að ganga í hóp bjúrókratanna í Brussel, og ef marka má talsmátann mun hann líklega smellpassa þar inn.

Það má ef til vill segja að það séu þrjár leiðir í stöðunni.

Uppbrot eurosvæðisins, Bandaríki Evrópu og svo neyðarfundaleiðin sem er í gangi núna.  Hún endar þó líklega með uppbroti.

 


mbl.is Aukin miðstýring í fjármálum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband