Merkozy í framboði í Frakklandi?

Það er alltaf eitthvað ógeðfellt þegar þjóðarleiðtogar fara að blanda sér í kosningar eða önnur innanríkismál í öðrum ríkjum.

Auðvitað ættu þjóðarleiðtogar að sjá sóma sinn í því að leyfa þegnum annarra landa að hafa sína kosningabaráttu án þess að skipta sér það af.  En ef til vill er þetta að breyast.

Þó að ég sé sammála Merkel að það væri Frakklandi fyrir bestu að Sarkozy næði endurkjör, finnst mér það ekki rétt af henni að blanda sér í baráttuna með þessum hætti.  Reyndar þykir mér það ekki ólíklegt að fyrir marga Frakka virki þetta neikvætt, að þeir verði síður líklegir til að kjósa Sarkozy eftir þessa yfirlýsingu.  Mörgum þeirra mun þykja "meðmæli" Þjóðverja ekki það sem þarf til að gegna embætti forseta Frakklands.

En "Sambandið" vill auðvitað engar breytingar, þá geta hlutirnir tekið nýja stefnu.  Merkel vill halda áfram að vinna með Sarkozy, sérstaklega nú þegar hún hefur náð undirtökunum.

 


mbl.is Merkel styður Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú reyndar að það ríki sérstakur skilningur þegar Frakkland og Þýskaland eiga í hlut þar sem það er ríkjandi skoðun (næstum trúaratriði) í báðum löndum að mjög náið samstarf þeirra sé algjört lykilatriði.

Sarko studdi Merkel opinberlega síðast.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 03:17

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það kann að vera, en þegar talað er um að Merkel styðji framboð Sarkozy með "virkum" hætti og reiknað er með því að hún muni koma fram með honum á nokkrum kosningafundum, held ég að sumum Frökkum muni verða nóg boðið.

En reyndar hefur Hollande látið sér þetta í léttu rúmi liggja og segist muni eiga gott samstarft við Merkel þegar hann hafi verið kjörinn. 

En það verður fróðlegt að fylgjast með, Sarkozy er býsna langt á eftir í öllum könnunum, en það er alltaf spurningin með seinni umferðina.  Persónulega held ég að Sarkozy sé betri kostur, en allt bendir til þess að hann muni tapa.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2012 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband