Stjórnmálaskoðanir rithöfunda

Það virðist ýmsum finnast það merkilegra að rithöfundar hafi stjórnmálaskoðanir en aðrir Íslendingar.

Það er ef vill ekki úr vegi að hafa það í huga að merkilegir og háverðlaunaðir rithöfundar hafa í gegnum tíðina haft stjórnmálaskoðanir og predikað þær af ákafa.

Sumir þeirra hafa jafnvel verið það stórar persónur að þeir hafa beðist afsökunar á þeim síðar á lífsleiðinni.  Aðrir hafa látið það ógert.

Ég get því ekki fundið nokkra ástæðu til að taka pólítísk skrif rithöfunda alvarlegar en skrif annarra Íslendinga.

Vissulega er þau oft betur færð í stílinn, en einhverra hluta vegna hef ég tamið mér að hafa vara á gagnvart þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband