Hringjekjan heldur áfram: Lánshæfismat 5 euroríkja lækkað

Enn á ný hefur lánshæfismat nokkurra euroríkja verið lækkað. Nú af Fitch. Ríkin eru ýmist lækkuð um eitt eða tvö þrep.

Ríkin sem lækka eru: Belgía, um 1. þrep, frá AA til AA+, Kýpur um 1. þrep frá BBB- í BBB, Ítalía um 2. þrep, frá A+ niður í A-, Slóvenia um 2. þrep úr AA- í A og Spánn var lækkaður um 2. þrep úr AA- niður í A.

Góðu fréttirnar eru þær að Írland heldur sinni BBB+ mati þó að það sé með neikvæðar horfur.

Portúgal var flutt í ruslflokk hjá Fitch í nóvember síðastliðnum ef ég man rétt.

Sjálfsagt eru þetta ekki skilaboðin sem var óskað eftir inn á ráðstefnuna í Davos, nú þegar heldur hefur gengið betur undanfarna daga.  En það er ekki hægt að kenna "vondum Bandaríkjamönnum" um þessa lækkun, enda Fitch í "góðri" Franskri eigu.  Hvort að það hefur svo áhrif á það að Fitch hefur sagt að Frakkland sé ekki í hættu þetta árið, ætla ég ekki að dæma um.

En þetta ætti að hvetja leiðtoga euroríkjanna til dáða fyrir neyðarfund þeirra sem verður eftir helgina.  Það ætti flestum að vera ljóst að það er kominn tími til að gera eitthvað, en ekki einungis að koma með fallegt og flókið orðskrúð um að vandamálin séu leyst.

Flestir eru sammála um að 3ja ára lán Evrópska seðlabankans hafi hjálpað gríðarlega og keypt tíma. 

En nú er beðið eftir því hvað kemur út úr viðræðum Grikkja og skuldabréfaeigenda,  en nú er þegar farið að tala um að Portúgal þurfi líklega sömu meðferð, niðurfellingu skulda upp á 35 til 50% og svo aukna hjálp frá IMF og hinum eurolöndunum.

Það er því ekki ólíklegt að forystumenn eurolandanna og "Sambandsins" eigi eftir að hrekjast frá einum neyðarfundinum til annars, enn um sinn.

Vandinn er langt í frá leystur og grunnvandinn, innbyrðis samkeppnistaða eurolandanna er enn til staðar.  Forystumenn euroríkjanna forðast flestir að minnast á hann.


mbl.is Einkunn 5 evruríkja lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband