Óeðlileg erlend afskipti af innanríkismálum - Áróðursskrifstofa "Sambandsins" byrjar með rangfærslu

Það er fyllilega óeðlilegt að Evrópusambandið skuli setja á stofn áróðursskrifstofu á Íslandi.  Íslenska ríkisstjórnin hefur sótt um aðild að "Sambandinu".  Íslendingar munu einir taka ákvörðun um aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Umræðan í aðdragenda þjóðaratkvæðagreiðslunnar ætti sömuleiðis að vera Íslendinga einna.   Þar eiga erlend ríki eða ríkjasambönd ekki að troða sér inn.

Það er með eindæmum að Íslenskir fjölmiðlar skuli ekki fara ofan í saumana á áróðursverkefni og sérstaklega þeirri fullyrðingu sem sett hefur verið fram að Íslenska ríkisstjórnin hafi sérstaklega óskað eftir því að áróðursskrifstofan yrði sett á stofn.  Ef til vill eru fjölmiðlarnir hræddir um að það þýði myndi þýða að þeir fengju færri auglýsingar.

En áróðursskrifstofan byrjar strax að villa á sér heimildir.  Sjálft nafn hennar felur í sér rangfærslu, það er ef til vill lýsandi fyrir það sem á eftir mun koma.  Evrópa stendur ekki að stofnun skrifstofunnar, það gerir Evrópusambandið.  Því væri Evrópusambandsstofa réttnefni, en Evrópusambandið er laskað vöruheiti, og því líklega talið betra að tala eingöngu um Evrópu.  Hálfsannleikur er ekkert sem "Sambandssinnar" setja fyrir sig.

P.S.  Við skulum vona að Samfylkingin eða Kínverjar telji ekki að höfnun á landakaupum Nubos megi rekja til skorts á hlutlægum upplýsingum og þörf sé að auka umræðu, þekkingu og skilning á eðli og starfsemi Kína.  Þá verður líklega stutt í að Kína opni Kínastofu á Íslandi.                  


mbl.is Ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Tómas.

Algerlega sammála þér.

ESB er virkilega mjög laskað vöruheiti, en hefur í raun ekkert með landfræðilegt samband eða tengsl að gera heldur er þetta fyrst og fremst stjórnsýslulegt apparat. Allt er því betra í áróðurs skini að nota en vörumerki ESB til þess að reyna að villa á sér heimildir og kalla þetta einhverja sérstaka "Evrópustofu".

Eins og þarna fari eitthvað sjálfssagt og sakleysislegt landfræðilegt frænd- og vinaþjóða samband. Svona einskonar "Íslandssstofa" !

En ekki stórgallað og stórpólitískt stjórnsýsluapparat, sem nýtur mjög lítils trausts og alls ekki öll ríki Evrópu tilheyra eða vilja tilheyra.

Þetta er svona álíka áróðurs- og farsakennt eins og Sjálfsstæðisflokkurinn opnaði opinberlega áróðurs og kosningaskrifstofu í Reykjavík þar sem túndaðir væru yfirburðir og ágæti flokksins og þessi áróðursmaskína væri svo í áróðurs skini kynnt sem einhver sérstök "Íslandsstofu"

Bara af því að flokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur og stofnaður á Íslandi !

Fyrir þessum lymskulega en svívirðilega áróðri ESB sinna sem hafa nú úr ómældum fjármunum þessa ESB stórveldis úr að spila þarf að gjalda sérstakan varhug.

Það kemur heldur ekki á óvart að hin nýja framkvæmdastýra þessa áróðursapparats er vel þekktur ESB sinni og hefur með beinum og óbeinum hætti tengst samtökum eins og "Sterkara Ísland og "Já Ísland" sem eru vel þekkt áróðurs- samtök íslenskra ESB sinna og þeirra aftaníossa !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú þurfum við að vera á varðbergi sem aldrei fyrr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 19:30

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er full þörf á því að halda vöku sinni.  En áróðursvopn eins og "Sambandssinnar" eru nú að ræsa getur reynst tvíeggjað og snúist í höndunum á þeim.

En það þarf að vera á verði og benda á rangfærslur og hálfsannleik sem þeir eru gjarnir á að beita fyrir sig. 

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband