Lélegt hljóð hjá RUV?

Ég er oft að reyna að hlusta og horfa á þætti frá Íslandi á netinu.  Fréttir, umræðuþætti o.s.frv.  Leyfi líka börnunum oft að horfa á barnaefni og skemmtiþætti.

Oftar en ekki er hljóðið hjá RUV afar lélegt.  Mismunandi hljóðstyrkur á þátttakendum og umfram allt hljóðstyrkurinn svo lágur að varla heyrist orðaskil þegar ég nota "lappann" minn, þó að allt sé í botni.

Það er einna helst að hljóðið sé á góðum styrk þegar auglýsingar koma.

Það sama er ekki upp á teningnum þegar ég horfi á efni frá Stöð 2, þar er hljóðið mun betra, jafnara og öflugra þannig að hljóðið skilar sér vel og áheyrilega.

Kannast einhver við þetta vandamál, nú eða einhverja lausn við því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband