Ríkisstjórnin sprengd með kínverjum?

Það virðist vera nokkuð mikil eldhætta á stjórnarheimilinu þessa dagana.  Kolefniseldsneyti (og skattar á þau) og kínverjar eru býsna hættuleg blanda og eldfim.

Stór orð hafa fallið undanfarna daga, sérstaklega hjá Samfylkingarþingmönnum í Norð-Austurkjördæmi, og hafa sumir þeirra þó haft ríkisstjórnina á löngu og teygjanlegu skilorði.  Það getur þó verið að hin mikla birta sem er að þeirra dómi yfir Þingeyjarsýslum, hindri þá í að sjá skýrt fram á veginn og taka ákvarðanir.

En þing og stjórnarseta nægir þó oft til að dempa eldana, og þó að kosningar séu auðvitað af hinu góða, eru þær sjaldnast það sem þjóðin þarfnast - akkúrat núna á þessum óvisstímum, þegar við eru að komast upp skaflinum, eða hvernig skyldi þetta nú hljóma.

En núna situr Kínverjinn uppi með mikið af handbæru fé sem hlýtur að þurfa að koma í vinnu.  Það færi líklega best á því að Kristján Möller byði honum að leggja það í Vaðlaheiðargöng, það er skotheld fjárfesting og ábyggilega ekki síður ljóðræn en Grímstaðir á fjöllum.

En skyldi Ögmundur leyfa það?

 


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður vonar að þessi ríkistjórn springi sem fyrst. Hvort sem það tengist atvinnumálum eður ei. Nóg er klúðrið.

Ef þetta væri verksmiðja væri nú offramboð á axarsköftum á heimsmarkaði.

NN (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband