Íslensku fasistarnir?

Góður kunningi minn sendi mér slóðina á myndbandið hér að neðan fyrir nokkrum mínútum.  Með fylgdi sú setning að það væri "hillarious".

Eftir að hafa horft á myndbandið verð ég þó að viðurkenna að mér var ekki skemmt.

Þeir sem þekkja mig eða hafa lesið þetta blogg, vita líklega að Jóhanna Sigurðardóttir getur ekki talist einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum.  Samfylkingin hefur heldur ekki verið ofarlega á vinsældarlistanum.

Stundum gæti ég jafnvel hafa hugsað mér að nota um Jóhönnu og Samfylkinguna einhver misfalleg orð, sum þeirra gætu jafnvel byrjað á F. 

En fasistar er ekki eitt af þeim og  er eitthvað sem ég átti ekki von á að sjá notað yfir Samfylkinguna eða formann hennar.  Allra síst af einhverjum sem titlar sig prófessor og kemur fram í einhverju sem líkist opinberum fréttatíma.

Persónulega finnst mér einstaklingar sem þessi gjaldfella sig og allt sem þeir segja með svona málflutningi.  Ég get einfaldlega ekki tekið mark á þeim sem svona tala. 

En nú eins og oft áður þegar ég hef séð einhverja vitleysuna um Ísland í fjölmiðlum, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna þeir láta svona vitleysu út úr sér, hver veitir þeim upplýsingar um Ísland, hafa þeir einhverja Íslenska "heimildamenn" eða treysta þeir ef til vill mest á "Google translate"?

Vissulega hafa ótal margar rangfærslur birst um Ísland eftir fall bankanna og "hrunið", margar hreint skelfilegar og ef þær væru allar lagðar saman í eina grein, væri útkoman ekki falleg.  Ég hef áður sagt að Íslendingar hafa langt í frá staðið sig nægilega vel í því "stríði".

En hér er "fréttatíminn".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband