Að koma á framfæri athugasemd - upplýst umræða?

All nokkrar umræður hafa orðið á netinu um grein sem Páll Stefánsson, ristjóri Iceland Review, birti í Fréttablaðinu í dag.

Ýmsir stuðningsmenn Evrópusambandsins gripu þessa grein á lofti og töldu þetta sýna hve vel þeim löndum vegnaði sem gengu í "Sambandið" og tækju upp Euro.  Greinar sem vísa í greinina má t.d. sjá hér, hér og hér.

Ég ákvað að gera stutta athugasemd við þessar þrjár bloggfærslur, sparaði mér reyndar sporin og setti þá sömu við þær allar.  Í stuttu máli, þá er staðan sú að einungis ein af þessum blogsíðum treystir sér til að birta athugasemdir án þess að viðkomandi bloggari samþykki skrifin.  Því hefur athugasemdin ekki birst á nema 1. af þessum 3 síðum.  Á annarri þeirra hafa þó margar aðrar athugasemdir birst sem hefur verið póstað síðar, þar á meðal frá síðuhöfundi.  Það er því ekki hægt að draga aðra ályktun en að athugasemdinni hafi verið hafnað.  Bregð ég því á það ráð að birta hana hér:

"Hef ekki séð grein Páls, en þekki býsna marga Eistlendinga, bæði sem búa þar og hér í Kanada. Því sem næst allir sem ég þekki greiddu atkvæði með inngöngu Eistlands í “Sambandið” (þeir sem búa hér í Kanada greiddu flestir atkvæði, enda með tvöfaldan ríkisborgararétt).
En þeirra ástæða er alltaf sú sama, Rússland. “Þjóð á meðal þjóða” rímar meira við það orðfæri sem ég hef heyrt “hinar talandi stéttir” nota.
En Eistlendingar eiga marga ágætis stjórnmálamenn og sumir þeirra tala hreinskilnislega við þjóð sína, sbr. orð fjármálaráðherrans Jurgens Ligi síðastliðin áramót við upptöku eurosins, “Estonia is too small to allow itself the luxury of full independence”.
En ég hygg að drjúgur meirihluti Eistlendinga styðji aðild landsins að “Sambandinu” og euroið njóti velvilja þeirra sömuleiðis, þó að vissulega hafi ýmsum þarlendum brugðið nokkuð við að eiga að fara að styðja Grikki fjárhagslega, sem og við atvinnuleysi yfir 15%, þrátt fyrir verulegar launalækkanir, hrun í fasteignaverði o.s.frv.
En þeir eru enn dauðhræddir við Rússana (og sagan bakkar þá hræðslu þeirra upp), ef til vill ekki að ástæðulausu og vilja leyta sér skjóls í stærri einingu.

P.S. Það er ekki alls kostar rétt að tala um að Eistland hafi orðið sjálfstætt fyrir 20 árum, heldur endurheimtu þeir sjálfstæði sitt eftir u.þ.b. 50 ára hersetu Sovétríkjanna. Þjóðhátíðardagur þeirra er 24. febrúar, en þann dag 1918 lýstu þeir yfir sjálfstæði sínu, eftir stríð við hin sömu Sovétríki.

P.S.S. Tveir hlekkir sem vísa til þess sem um er talað að ofan http://www.globalenvision.org/2011/05/31/tallinn-meets-eurozone
http://www.bloomberg.com/news/2010-12-31/estonia-joins-euro-club-as-currency-expands-east-into-former-soviet-union.html "

Ekki veit ég hvers vegna athugasemd þessi þykir óhæf til birtingar, en sjálfsagt er það í þágu "upplýstrar umræðu" "Sambandsinnar" kalla svo oft eftir.  Rétt er hins vegar að hrósa bloggsíðu Já samtakanna hér á Moggablogginu, með að leyfa athugsemdir án sérstaks eftirlits.

Því má svo bæta við hér að í grein Páls er fullyrt að 18% aukning hafi orðið á erlendri fjárfestingu í Eistlandi á þessu ári.  Ekki veit ég hvort það er rétt eða rangt, en hef hvergi getað fundið stafkrók um það í Eistneskum fjölmiðlum.  Slík staðreynd væri þó ekki neitt til að skammast sín fyrir, þvert á móti.  Þannig að ef einhver hefur hlekk á slíka frétt, væri hann vel þeginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband