Best að Jóhanna sé heima

Án þess að ég sé vel að mér um þjóðaratkvæðagreiðslur eða sögu þeirra, þá hef ég trú á því að það sé einsdæmi að ráðherrar lýsi því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla sé markleysa og að þeir hyggist ekki mæta á kjörstað. Senda óbein skilaboð til stuðningsmanna sinna um að best fari á því að þeir taki ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En það gerðist í þessari viku sem er að líða - á Íslandi.

Það mátti líka heyra á erlenda fréttamanninum sem talað var við í fréttum Sjónvarpsins, að hann hafði aldrei heyrt um annað eins.  Það er ekki ólíklegt að þessi ótrúlega framkoma Íslenskra stjórnmálaforingja verði efni fyrirsagna í fjölmiðlum víða um heim á morgun eða sunnudag.

Forsætisráðherrann sem hallmælir eigin lögum og tekur ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hún sjálf ákvað tímasetninguna á.

En auðvitað þarf að fella lögin úr gildi, og fyrst ríkisstjórnin þverskallaðist við að gera það verður Íslenska þjóðin að taka það verk að sér með því að segja nei á laugardaginn.

En líklega fer vel á því að Jóhanna sé heima, líklega fer best á því að hún haldi sig þar og það til langframa.  Það færi best á því að hún segði af sér, flestum er orðið ljóst að hún er í starfi sem hún veldur ekki. 

Hennar tími til að uppgötva það hlýtur að vera kominn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ráðherrar sem halda sig heima í dag - eiga að segja af sér - og vera  heima næstu mánuði....

Kristinn Pétursson, 6.3.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband