Bóluefnablús og berin súru

Fátt er líklegra meira rætt um heimbyggðina en bóluefni.  Aðallega skortur á því.

Á Íslandi, eins og víðar um veröldina, ber mikið á upplýsingaóreiðu. Stjórnvöld virðast þó, öfugt við stundum áður, lítið berjast gegn henni, enda uppruni óreiðunar jafn oft (eða oftar) en ekki hjá þeim sömu stjórnvöldum.

Það er vissulega vandlifað í nútíma fjölmiðlaheimi, þar sem ummæli gleymast ekki.

En hvenæar "stór partur" Íslensku þjóðarinnar verður bólusettur er langt frá því að vera ljóst.

Gæti dregist til loka ársins, en vonandi eitthvað fyrr.

Ég hugsa að þeim sem hafa lesið þetta blog, þó ekki nema stöku sinnum, sé það ljóst að almennt er ég ekki yfir mig hrifinn af Evrópusambandinu.

Þó sé ég ekkert óeðlilegt að Ísland hafi gert samkomulag við "Sambandið" um samflot um mat og kaup á bóluefnum, svo lengi sem það hefur verið á "jafnréttisgrundvelli".

Líklega hefur Ísland ekki bolmagn til þess að standa í slíku alfarið á eigin spýtur og ef til vill hefur fengist eitthvað betra verð, við magninnkaup.

Það ber þó að hafa í huga að slíkt skiptir í raun ekki meginmáli, kostnaður hins opinbera í núverandi ástandi er slíkur að þó að hefði verið keypt fyrirfram af hverjum framleiðanda fyrir t.d. milljarð, hefði það veðmál líklega borgað síg.

En hitt er hins vegar hálfu alvarlegra, ef satt er, að Heilbrigðisráðuneytið hafi afþakkað aðstoð einstaklinga sem töldu sig hugsnlega haft áhrif til góðs varðandi bóluefnakaup, eftir að ljóst var hverjir stóðu fremstir í kapphlaupinu.

Slíkt er illskiljanleg afstaða ráðuneytis og ég get ekki varist þeirri hugsun að ef slíkt sé reyndin, kalli það á uppstokkun í ráðuneytinu.

Það er einnig vert að hafa í huga, að "altalað" er víða um "Sambandið" að innkaupaákvarðanir á bóluefnum hafi m.a. verið teknar með hliðsjón af því að jafnt þyrfti að kaupa á Frönsku fyrirtæki og Þýsku.

Síðan kemur í ljós að Franska fyrirtækið getur líklega ekki afhent bóluefni fyrr en 2022. 

Slíkur ferill í segir margt um Evrópusambandið og er vert að minnast.

En annari þjóð hefur gengið mun betur að verða sér út um bóluefni og stefnir að því að hafa lokið við bólusetningu allrar þjóðarinnar í lok msrs.

Vissulega stærri þjóð en Ísland, en hefur ekki verið mér vitanlega í samfloti með öðrum.

Ég er að sjálfsögðu að tala um Ísrael, en þar virðist vera unnið hratt og skipulega, enda hjá þeim eins og öðrum þjóðum mikið undir.

Mér þótti það eftirtektarvert, þegar ég las frétt um sama efni á Vísi, hvað það var áberandi margir sem kusu að hreyta ónotum í Ísrael, fyrir það eitt að hafa staðið sig vel.

Þau eru oft talin súr, berin sem ekki næst í.

 

 

 

 

 


mbl.is „Lítur út fyrir að þetta ætli ekki að ganga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband