Hryggilegt að horfa á

Það er hryggilegt að horfa á ofbeldi eins og hefur mátt sjá í beinni útsendingu frá þinghúsinu í Washington.

Sjálfsagt eru þeir sem brutust inn í þinghúsið "aktívistar" í bókum einhverra. En í mínum huga er ofbeldi svo sem hefur mátt sjá, ekki réttlætanlegt.

Vissulega er þetta, eins og svo margt annað, umdeilanlegt. Telji einstaklingar eða hópar, að þeim hafi verið neitað um lýðræðislega leið til að tjá sig, þá kann þeim að finnast ofbeldi eina leiðin.

En ég get ekki séð að "lokað" hafi verið á lýðræðið í þessu tilfelli.

Eins og í öllum kosningum í Bandaríkjunum hafa komið fram vafa atriði, og jafnvel einstakir atburðir sem benda til kosningasvindls.  En dómstólar hafa fellt úrskurð í slíkum málum, nú sem áður.

Það eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum hugann þegar horft er á óeirðir sem þessar.

Ein af þeim er: Skyldi mörgum enn þykja það góð hugmynd að skera niður fjármagn til löggæslu í Bandaríkjunum?

 

 

 


mbl.is Donald Trump: „Farið heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýting" atkvæða skiptir sömuleiðis miklu máli. "Nýtingin" skapar núverandi borgarstjórnarmeirilhluta

Það er erfitt að búa til kosningakerfi sem býður ekki stundum upp á skringilegar niðurstöður, það er svo margt sem getur ráðið úrslitum.

Eftir því sem fleiri flokkar bjóða fram, aukast líkur á því að atkvæði falli "dauð".  Það þarf ekki einu sinni að koma til "þröskuldur" eða lágmark.

Þannig féllu á milli 5 og 6% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum "dauð", það er að segja að þau féllu á flokka sem náðu ekki borgarfulltrúa.

En það skiptir ekki síður máli að atkvæðin "nýtist" vel.  Þannig getur stundum munað 1. atkvæði, hvort að flokkur fær (víðbótar) fulltrúa eða ekki.

Þannig er það "nýtingin" sem raun skapar núverandi borgarstjórnarmeirihluta.

Núverandi meirihluti er með minnihluta greiddra atkvæða, en það þarf ekki að vera óeðlilegt ef nokkur hluti fellur "dauður".

En meirihlutinn hefur færri greidd atkvæði að baki sér, en fulltrúar minnihlutans hafa.  Þar kemur "nýtingin" til sögunnar.

Meirihlutaflokkarnir hafa samtals 27.328 atkvæði en minnihlutaflokkarnir 28.028.

Þannig telst mér til að 72% fleiri atkvæði séu að baki þess borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem hlaut 3.578 atkvæði og 1. fulltrúa, og borgarfulltrúum Samfylkingar, þar sem (að meðaltali) hver fulltrúi hefur 2.180 atkvæði að baki sér, en flokkurinn hlaut 15.260 atkvæði og 7.fulltrúa.

En listinn er eftirfarandi, flokkar, fjöldi borgarfulltrúa og svo meðaltal atkvæða að baki hvers þeirra:

Sósíalistaflokkurinn         1. fulltrúi              3.758

Miðflokkurinn                1. fulltrúi              3.615

Vinstri græn                 1. fulltrúi              2.700

Flokkur Fólksins             1. fulltrúi              2.509

Viðreisn                     2. fulltrúar             2.406

Píratar                      2. fulltrúar             2.278

Sjálfstæðisflokkurinn        8. fulltrúar             2.268

Samfylking                   7. fulltrúar             2.180

 

Átta flokkar fengu kjörna borgarfulltrúa en aðrir átta flokkar fengu engan fulltrúa.

Gamla sagan um að hvert atkvæði skipti máli er engin bábylja, því meirihluti getur tapast á örfáum atkvæðum, jafnvel einu, eins og má lesa hér og hér.

 

Byggt á tölum frá mbl.is

 

 


mbl.is Hvað verður um dauð atkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Covid, með Covid, af bóluefni, með bóluefni, eða hrein tilviljun?

Það er býsna merkilegt að fyljgast með þessum fréttum. Þetta rímar reyndar við það sem gerist víða um heim.

Það hefur oft verið rætt um muninn á því að "deyja af völdum Covid", eða að "deyja með Covid", og hefur sitt sýnst hverjum.

Oft hefur mér þó virst að víða sé reynt að telja eins marga einstaklinga sem látast sem fórnarlömb kórónuveirunnar.

Víða um lönd hefur það til dæmis tíðkast að telja alla þá sem deyjar með "Covid einkenni" til þeirra sem hafa látist af Covid, hvort sem tekin hafi verið sýni eður ei.

Þó eru á meðal einkenna Covid, flest þau sömu einkenni sem fylgja "venjulegu kvefi" eða flensu.  En "flensan" hefur reyndar svo gott sem horfið þennan veturinn og lítt orðið vart.

Þó er það svo að 95% þeirra sem tekin eru sýni af á Íslandi vegna Covid einkenna, eru ekki sýktir af "veirunni".

En þegar búið er að sprauta ónæmisvaka í nákvæmlega þann hóp sem viðkvæmastur er fyrir "veirunni" og dauðsföll verða, er mun meiri varúð höfð.

Þá er ekkert sem tengir saman "ónæmisvakann" og dauðsfallið.

Þá spretta fram í umræðunni tölur um hve margir deyja vikulega á hjúkruarheimilum.  Þessar tölur hafa þó ekki sést í umræðunni áður, þegar fjallað var um hve margir hefðu látist af völdum Covid-19.

Þó eru andlátin því miður að lang mestu leyti í sama aldurshópnum og nú er rætt um í tengslum við andlát eftir bólusetningu.

Það er rétt að taka það fram að ég hallast að því að ólíklegt sé að tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningarinnar, þó að ég sé í engri aðstöðu til að útiloka slíkt, það getur líklega verið snúið að "ræsa" ónæmiskerfi í þeim sem eru orðnir veikburða.

En það er ástæða til þess að hrósa þeim sem hafa haft gegnsæið að leiðarljósi í þessu máli.  Ég skil ekki í "hvaða landi", þeir telja sig stadda, sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að óþarfi sé að "útvarpa" slíkum upplýsingum.

Líklega hefðu þeir helst viljað loka heitupottunum, sundlaugunum, samfélagsmiðlum, símkerfum, kaffistofum o.s.frv., því ég tel að "vægari aðgerðir" hefðu ekki dugað til að halda þessum upplýsingum frá Íslansku þjóðinni.

Sú umræða hefði allt eins líklega orðið mun verri, en sú sem fer fram fyrir opnum tjöldum.

En það er einnig þarft að ræða um hvort að munur sé á því að ræða hvort að það sé munur á því að andlát sé af "völdum Covid", eða hvort einhver "deyji með Covid".

Er mikill munur á dánartíðni á hjúkrunarheimilum í ár frá venjulegu árferði? Hefur lyfjagjöf þar aukist, t.d. þunglyndislyfja?

Auðvitað er þetta erfið umræða, en umræðan sem fer fram fyrir opnum tjöldum gefst yfirleitt best.

 

 

 


mbl.is Andlátin rannsökuð en ólíklegt að bóluefnið valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að versla í Costco í "lockdowni", eða að koma 549 saman

Það hefur margt verið skrifað um sóttvarnaraðgerðir um víða veröld.  Sítt sýnist hverjum og skilgreiningar eru mismunandi eftir löndum og "landsvæðum".

Sjálfur hef ég lifað við "lockdown" síðan á annan í jólum.

En hvað þýðir "lockdown". 

Jú, það þýðir að allir eiga að fara varlega, grímuskylda er víða,  flestum verslunum er lokað og mega aðeins afhenda vörur sem pantaðar hafa verið á netiu við dyr.  Þar á meðal eru kannabisverslanir, en áfengisverslanir mega áfram vera opnar, en ef ég man rétt aðeins hleypa inn 25% af áður leyfilegum fjölda.  Veitingastaðir mega eingöngu selja "takeaway" eða í heimsendingu. 

Biðröðin í bílalúgunni hjá "Ronald McDonald" sem ég sé af svölunum, hefur enda sjaldan eða aldrei verið lengri, og virðist vera svo gott sem allan sólarhringinn.

"Nauðsynleg starfsemi" verður jú að halda áfram. Þess vegna mega bílasalar hafa opið, en eingöngu taka á móti þeim sem hafa pantað tíma.

Slakað hefur verið á reglum um áfengissölu og heimsendingar blómastra.

IMG 20210104 095416Matvöruverslanir eru að sjálfsögðu opnar, mega hleypa inn 50% af áður leyfilegum fjölda.  Þannig fór ég í Costco í morgun, þar mega "koma saman" 549 einstaklingar í "lockdowni".

Þar má kaupa föt, bækur, leikföng, raftæki o.s.frv.  En að versla slíkt í "sérverslunum" er að sjálfsögðu "stórhættulegt".

En þegar ég fór í Costco í gærmorgun reikna ég með því að verslunin hafi verið nálægt "hámarki", ég þurfti að standa örfáar mínútur í biðröð og það var biðröð þegar ég fór út. Starfsmenn töldu viðskiptavini inn og út úr mjólkurvöru- og grænmetis/ávaxtakælum. 

Þannig er hægt að gera ef leitað er lausna, en ekki lagt áherslu á að banna.

En þó að 549 einstaklingar geti komið saman í Costco og sambærilegum matvöruverslunum, er talið stórhættulegt að unglingar komi saman í skólum.

Það er sömuleiðis álitið "stórhættulegt" að 10 eða 20 einstaklingar séu í sama rými við líkamsrækt (alveg óháð stærð salarins, eða hvort að þeir séu fleiri en einn.), sömuleiðis telja yfirvöld mikið hættulegra einstaklingum að hitta hársnyrtifólk, en t.d. að skoða bíla.

Það er því ef til vill ekki að undra að mörgum finnist "lógíkin" býsna undarleg.

Það er líka augljóst að í sóttvörnum, eins og á svo mörgum öðrum sviðum, eru "hugtök og skilgreiningar", mjög mismunandi á milli landa.

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 6. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband