Það eru vissulega til fordæmi fyrir því að greidd séu atkvæði um sjálfstæði í lýðræðisríki

Það er ekki rétt hjá Spænsku ríkisstjórninni að engin fordæmi séu fyrir því í lýðræðisríkum að greidd séu atkvæði um hvort að héruð segi sig úr "ríkinu".

Skemmst er að minnast atkvæðagreiðslu í Skotlandi, um hvort ríkið ætti að segja sig úr Sameinaða konungdæminu og verða sjálfstætt.

Svo má minnast tveggja atkvæðagreiðslna í Kanada, þar sem Quebecbúar greiddu atkvæði 1980 og 1995, um hvort "héraðið" skyldi stefna að sjálfstæði. Atkvæðagreiðslurnar fóru fram með samþykki alríkisstjórnarinnar, þó að vissulega hefði hún líklega kosið sleppa við slíkar kosningabaráttur.

Persónulega þykir mér Spænska ríkisstjórnin taka rangan pól í hæðina. Hún ætti að sætta sig við að lýðræðið hafi sinn gang og að íbúar Katalóníu taki ákvörðun um hvort að þeir vilji tilheyra Spáni eður ei.

Ríkisstjórnarinnar er hins vegar að færa fram rök um að Katalóníubúar séu betur komnir innan Spænska ríkisins.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar benda hins vegar til örvæntingar og valdnýðslu.

Ég hygg að að það sé ekki rétta leiðin til að vinna Katalóníubúa til fylgis við Spænska ríkið.

 

 

 

 


mbl.is Rafmagnað andrúmsloft í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband