"Sambandið" er umbúðalaust og Íslendingum líkar ekki það sem þeir sjá

Það er rétt hjá Elleman-Jensen að það Evrópusambandið er ekki lokaður pakki. Það er umbúðalaust að aðildarríki þurfa að aðlaga sig að að reglum þess, þó að umsemjanlegt sé hversu lengi það megi taka.

Það má þó halda því fram að um sé að ræða all nokkurt "hismi", en kjarninn er óumdeilanlegur og liggur frammi.  Umbúðalaus.

Það þarf því ekkert að kíkja í pakkann, hann blasir við Íslendingum jafnt sem öðrum.

Og Íslendingum líkar ekki það sem er umbúðalaust á borðinu.  Skoðanakannanir hafa sýnt að öruggur meirihluti vill ekki ganga í "Sambandið". Niðurstöður þeirra hafa verið á þann veg í rúmlega 7 ár.

Það er þess vegna sem "Sambandssinnar" hófu skollaleikinn um að "kíkja í pakkann".  Engin var raunverulega "Sambandssinni" heldur voru þeir "viðræðusinnar".  Hver er svo óforskammaður að vera á móti því að ræða málin?

En það er er engin ástæða til að hefja aðlögunarviðræður við "Samband" sem Íslendingar vilja ekki ganga í.

Enda steyttu aðlögunarviðræðurnar skjótt á skeri. 

Ekki síst vegna þeirra skilyrða sem Alþingi setti viðræðunefndinni.  "Sambandið" vildi ekki ræða málin á þeim grundvelli. Sjávarútvegskaflinn fékkst t.d. ekki opnaður.

En enn ræða ýmsir íslenskir stjórnmálamenn um nauðsyn þess að kjósa um áframhald viðræðna sem sigldu í strand fyrir um 5 árum.

Og enn eru þeir til sem láta blekkjast.

 


mbl.is „Þið vitið hvað er í pakkanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband