Næstum öll höft á brott

Það að því sem næst öllum höftum á fjármagnsflutninga frá Íslandi skuli hafa verið aflétt er vissulega stórt skref.  Í raun eitt hið stærsta sem stigið hefur verið frá því að bankahrunið varð.

Það má vissulega deila um það hvort að það hafi mátt kreista vogunarsjóði enn frekar, en það verður þó ekki um það deilt að skipti á tíma og peningum er eitthvað algengasta og elsta form á viðskiptum.

Það er því ekki óeðlilegt að þeir sem ákváðu að bíða beri meira úr býtum, þó vissulega megi alltaf deila um hversu mikið það eigi að vera.

Það er heldur ekkert óeðlilegt að þeir sem vanir eru að taka áhættu, ákveði að framlengja slíka stöðutöku eins og kemur fram í viðhengdri frétt.

Flestar fréttir af íslensku efnhagslífi réttlæta slíkt.

Þar eru flestar vísitölur og bendingar á uppleið.

Á því högnuðust þeir "aflandskrónureigendur" sem ákváðu að bíða, íslenskur efnahagur og gengi enda mun sterkara en þegar þeir ákváðu að hafna tilboði Seðlabankans.

Að sama skapi hefur nauðsynin á því að halda fjármuum þeirra á Íslandi minnkað.

Þannig gerast viðskipti.

Líklega eru fáir ef nokkrir Íslendingar ekki viljað gefa þeim verra gengi, en efnahagsstaðan er einfaldlega allt önnur.

Á íslenskur efnahagur eftir að verða enn sterkari og gefa þeim sem nú bíða enn frekari hagnað?

Slíkt veit enginn fyrir víst, en hitt er ljóst að líklegt er að gjaldeyrisfærslur verið gefnar frjálsar að fullu í framtíðinni.

En það er ljóst að vogunarsjóðir eru reiðubúnir til að veðja á slíkt.

 

 

 

 


mbl.is Stór vogunarsjóður hafnar tilboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband