Já og nei og ef til vill - Skoðanir og falskar fréttir?

Við höfum séð þetta allt áður. Skoðanir einstakra aðila eru "klæddar upp" sem staðreyndir í fréttum.

Ef að Bretar tækju ekki upp euroið beið þeirra einangrun og efnahagslega hnignun. Reyndist ekki satt.

Ef Bretar segðu já við því að yfirgefa Evrópusambandið biði þeirra efnahagslegt hrun og einangrun.  Svo hefur ekki verið.

Aðildarumsókn að Evrópusambandinu átti að vera töfralausn fyrir íslenskan efnahag. Staðreyndin er sú að efnahagsbati Íslendinga fór fyrst á flug þegar við tók ríkisstjórn sem stefndi í allt aðra átt en aðild að Evrópusambandinu.

Hvað gerist í Frakklandi ef það ákveður að segja skilið við euroið og/eða Evrópusambandið er í raun engin leið að fullyrða, því það er svo langt í frá að það sé eina breytan í efnahagslífi Frakka.

Það er hægt að taka fjöldan allan af réttum eða röngum ákvörðunum samhliða þeim ákvörðunum.

Þó þykir mér trúlegt að það myndi í upphafi hafa í för með sér aukin kostnað fyrir Frakka. Óvissa gerir það gjarna.

En væri haldið rétt á spöðunum, þykir mér líklegt að slíkt myndi reynast Frökkum vel.  Stjórn yfir eigin málum er líkleg til þess.

Ef þróun samkeppnishæfi Frakklands og skuldastaða hins opinbera er skoðuð frá því að euroið var tekið upp, er engan vegin hægt að álykta að það hafi reynst Frakklandi vel.

En það er alls ekki gefið að það myndi Marion Le Pen heldur gera.

En ef skoðaðir eru spádómar varðandi Bretland, hljóta allir að taka spádóma eins og hér koma fram (í viðhengdri frétt) með miklum fyrirvara, ef ekki kalla slíkt "falskar fréttir".

Slíkar skoðanir eru einfaldlega ekki meira virði en aðrar pólítískar skoðanir.

 


mbl.is Dýrt að yfirgefa evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband