Afturhaldssamir kerfisflokkar sem allir vilja starfa með?

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með orðræðunni í Íslenskum stjórnmálum undanfarna daga.

Viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks hafa sannarlega hrist upp í "flórunni", eða ætti að segja "flórnum"?

Það sem mér finnst hvað merkilegast er að þeir flokkar sem heitast þrá að starfa með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum virðast telja það vænlegast til árangurs að lýsa því yfir að flokkarni tveir séu staðnaðir kerfisflokkar, sem ólíklegt sé að mörgum góðum hlutum í verk í ríkisstjórn.

Orðið Framsóknarflokkur er notað eins og háðs- eða skammaryrði, sbr. "Framsóknarflokkarnir þrír".

Sjálfsagt telja þeir að þetta sé það besta sem þeir hafa fram að færa til að líta út sem ákjósanlegir samstarfsflokkar.

Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn sem margir úr Samfylkingunni hafa keppst við að lýsa sem "harðsvíruðum frjálshyggjuflokki" undanfarin ár, er nú orðinn að afturhaldssömum "Framsóknarflokki"

Það má svo velta því fyrir sér að þetta eru þeir flokkar sem keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji ný vinnubrögð í stjórnmálum og á góðum stundum tala þeir jafnvel um að orðræðan þurfi að batna.

Það er þetta með gamalt vín á nýjum belgjum.

Það er hins vegar möguleiki á að samstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna byggi nýjar brýr í Íslenskri pólítík og geti stuðlað að langvarandi breytingum.

En það kemur allt í ljós, ef við fáum að sjá stjórnarsáttmála og samstarfið þróast.


mbl.is Þrá að spritta sig með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband